fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Kris Jenner virkilega sár yfir óléttutilkynningu dótturinnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 13:30

Kris Jenner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit, að minnsta kosti þeir sem fylgjast með samfélagsmiðlum og Kardashian fjölskyldunni, þá eignuðust hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker son fyrr í þessum mánuði.

Tilkynning Kourtney um óléttuna vakti athygli á sínum þegar hún mætti á tónleika Blink-182, en Barker trommar með sveitinni, og hélt uppi skilti í áhorfendahópnum sem á stóð „Travis ég er ófrísk.“

Í nýlegum þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians tjáir ættmóðirin Kris Jenner, móðir Kourtney, sig um málið. Hjónin höfðu verið að reyna að eignast barn með glasafrjóvgun, en í desember 2022 upplýsti Kourtney að þau hefðu hætt 10 mánuðum áður, þar sem ferlið hefði haft mikil áhrif a andlega líðan hennar sem og líkamlega heilsu. Kris sagði þá við hana: „Þú munt eignast fallegt barn, líklega eftir ár.“ Og ekki löngu eftir varð Kourtney ólétt.

Í þættinum er Kris spurð hvort hún hafi notið opinberrar birtingar Kourtney um óléttuna, svarar hún játandi. Önnur dóttir hennar, Khloé, grípur inn í:  „Mamma komst að því í fréttum, hún var ekki mjög ánægð.“

Kris útskýrir að hún hafi vaknað og opnað augun og fyrsta sem hún sá var Kourtney, í sjónvarpinu, sem Kris hafði sofnað út frá kvöldinu áður.

„Ég vaknaði mjög snemma morguns við að sjá Kourtney halda á skiltinu. Ég hélt að það væri einhver að stríða mér, að þetta væri eitthvað plat og þá sá ég að þetta var ABC News,“ segir Kris sem segist hafa vitað að elsta dóttir hennar væri ólétt, en ekki vitað að hún ætlaði að tilkynna það.

Khloé segist hafa sagt systur sinni Kourtney frá að hún hafi sært móður þeirra með þessari opinberu tilkynningu áður en hún sagði móður þeirra frá, en Kourtney hafi gleymt því. 

„Hún gleymdi að hún ætti fjölskyldu. Það er það sem óléttuþokan gerir,“ segir Kris.

Viðbrögð Kourtney koma næst í þættinum þar sem hún segir: „Mér datt ekki í hug að bjóða þeim á tónleikana og hélt að þær hefðu ekki áhuga á að mæta. Þetta snýst ekki um þig mamma. Þetta var bara okkar aðferð til að tilkynna óléttuna fyrir heiminum. Þetta snerist um mig og Travis, ekki um aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla