fbpx
Sunnudagur 10.desember 2023
Fókus

Setti netið á hliðina með þessum 7 rauðu flöggum í fari karla – Segir konur ranglega trúa því að þetta séu kostir

Fókus
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 20:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambandsráðgjafi hefur sett netheima á hliðina eftir að hún greindi frá sjö rauðum flöggum í fari karlmanna, sem konur líti ranglega á sem kosti. 

Sambandsráðgjafinn Kelsey Wonderlin segir að fyrsta rauða flaggið sé að gaurinn sé „heillandi og hann eltist við þig,“ þá gæti það verið stórt rautt flagg. Í raun sé það rautt flagg að karlmaður reyni að heilla konu, þrátt fyrir að fjöldi kvenna kunni að meta slíka viðleitni.

Ef gaurinn er að tala um „framtíðina“ á öðru stefnumóti, þá eigi það að kveikja á viðvörunarbjöllunni. Eins ef hann leyfir konunni ekki að borga fyrir neitt – þá er það rautt flagg.

Fjórða rauða flaggið er þegar kona upplifir að karlmaður sé að reyna að táldraga hana.

„Tæling truflar báða aðila frá því að einbeita sér að dýpri mannkostunum sem skipta máli þegar fólk er að gera upp við sig hvort það eigi saman, svo sem tilfinningagreind og gildi.“

Fimmta flaggið er það þegar karlmaðurinn vill „leiða“ í sambandinu.

„Þegar einn leiðir í sambandi, þá felur það í sér að annar leiðir og hinn fylgir. Hugsið um þau svið liðsins þar sem við notum hugtakið að „leiða“ – þá á það við um yfirmenn, yfirvald. Manneskju í valdstöðu yfir öðrum. Þegar við erum jöfn í sambandi þá leiðum við okkur sjálf og styðjum hvort annað. Við skiptum verkefnum á milli okkar út frá styrkleikum okkar og vilja. En við gerum hlutina saman og tæklum verkefnin sem teymi.“

Sjötta rauða flaggið er það þegar karlmaður lætur konu upplifa að hún geti ekki lifað án hans.

Sjöunda flaggið er það þegar karlmaður vill ekki að kona hans fari úr augsýn.

Kelsey bendir á að ofbeldissambönd byrja ekki á ofbeldi heldur á tímabili þar sem ofbeldismaðurinn hálf drekkir maka sínum í ást og athygli.

Kurr í netverjum

Segja má að þessi rauðu flögg Kelsey séu umdeild. Netverjar skiptust í tvennt þar sem sumir þökkuðu henni fyrir þessa viðvörun á meðan aðrir stukku upp á nef sér.

„Þetta er svo galið. Þú ert að draga svo margar ályktanir af góðum hlutum og lætur að því liggja að karlmenn sem eru séntilmenn séu allir ofbeldisfullir. Ég ól son minn upp til að vera allt það sem þú vilt að konur óttist. Skammastu þín,“ skrifaði ein kona.

„Strákar, er það ljótt að elska kærustuna sína,“ skrifaði einn ráðvilltur maður í nokkru uppnámi.

„Ekki byrja með femínista, þær gera ekkert annað en að kvarta. Að splæsa er greinilega rautt flagg núna, og að spyrja hvort þú viljir skipta reikningum er fráhrindandi.“

Enn einn sagðist stoltur af því að vera gangandi rautt flagg þar sem sex af þessum rauðu flöggum sem Kelsey nefndi ættu við hann.

„Heilbrigð sambönd byrja ekki svona. Þau byrja á því að báðir aðilar leggja á sig vinnuna til að ná að kynnast frekar en að reyna að heilla hinn aðilann. Stundum er þetta hveitibrauðsdaga-tímabil notað til að fela ástarsprengjurnar,“ skrifaði Kelsey í athugasemd til að verja rauðu flöggin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu