fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Sakaðir um að vera hryðjuverkamenn fyrir að fresta Ísraelstónleikum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 22:30

Dani Filth söngvari Cradle of Filth. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska svartmálms sveitin Cradle of Filth hafa verið sakaðir um að vera hryðjuverkamenn. Ástæðan er sú að þeir frestuðu tónleikum sínum í ísraelsku borginni Tel Aviv sem áttu að fara fram þann 10. febrúar næstkomandi.

„Cradle of Filth tilkynna frestun á tónleikum sínum í Tel Aviv. Ekki vegna neinnar tengingar við hryðjuverkasamtök eins og sumt fólk á Facebook hefur haldið fram heldur vegna leiðbeininga frá ríkisstjórn lands sem meðlimur sveitarinnar kemur frá. Að ekki sé óhætt að ferðast til svæðisins. Einnig vegna þess að tryggingafélög vilja ekki tryggja hljómsveitina spili hún á þessum stað á þessum tíma og erfiðleika með að koma búnaði til lands sem á í stríði,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar.

Cradle of Filth er ein stærsta svartmálmssveit heims, stofnuð í Suffolk í Bretlandi árið 1991. Í dag eru hins vegar einnig meðlimir frá Bandaríkjunum og Tékklandi í sveitinni. En bandarísk stjórnvöld hafa varað þegna sína við ferðalögum til Ísraels.

„Við skiljum alvarleika ástandsins í Ísrael og Gasaborg á þessari stundu og biðjumst afsökunar til allra aðdáenda okkar að þurfa að fresta tónleikunum,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðunin sé þó í raun ekki í þeirra höndum. Ekki frekar en þegar hljómsveitin ákvað að fresta tónleikaferð til Rússlands á síðasta ári vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli