Netverjar velta því fyrir sér hvort það séu vandræði í paradís hjá söng- og leikkonunni Jennifer Lopez og eiginmanni hennar, leikaranum Ben Affleck.
Page Six birti myndir af hjónunum keyra um Los Angeles á föstudaginn og virtist andrúmsloftið í bílnum hafa verið frekar spennuþrungið. Miðillinn greinir frá því að þeim hafi verið „heitt í hamsi“ á meðan þau „rökræddu.“
Jennifer Lopez, Ben Affleck have heated discussion inside car after his intimate moment with Jennifer Garner https://t.co/fxsxBxc6Gb pic.twitter.com/bbZyTwvkUb
— Page Six (@PageSix) October 1, 2023
Samkvæmt slúðurmiðlinum er ekki vitað um hvað þau voru að ræða en margir spyrja hvort það tengist fundi Affleck með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner.
Í síðustu viku sást leikarinn í faðmlögum með Garner og fóru myndirnar af þeim eins og eldur í sinu um netheima.
Sjá einnig: Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem meint rifrildi hjónanna vekur athygli.
Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima