fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Sjóðandi heitt daður milli Kim Kardashian og Tom Brady vekur athygli

Fókus
Mánudaginn 2. október 2023 12:11

Stjörnurnar eru sagðar hafa daðrað á viðburðinum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mættu á fjáröflunarviðburð í Atlantic City í gær. Rapparinn Jay-Z stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði til Reform Alliance.

Gestalistinn var stjörnum prýddur enda verðmiðinn kostaði sitt, um sjö til fjórtán milljónir krónur á haus.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Kim Kardashian, 42 ára, og Tom Brady, 46 ára, hafi farið í vinalegt uppboðsstríð og daðrað verulega á meðan. Þau enduðu bæði með að bjóða 280 milljónir í sama málverkið og var ákveðið að NFL-leikmaðurinn myndi fá verkið en að listamaðurinn myndi gera annað handa raunveruleikastjörnunni.

TMZ ræddi við vitni, sem var á staðnum, sem sagði að þau hafi fylgst vel með hvort öðru, flissað og almennt notið athyglinnar frá hvort öðru.

Fleiri stjörnur mættu á viðburðinn, meðal annars leikarinn Matthew McConaughey, Jack Harlow, Alex Rodriguez og Tiffany Haddish.

Tom Brady hefur verið að slá sér upp með fyrirsætunni Irinu Shayk síðan í sumar. Hann skildi við ofurfyrirsætuna Gisele Bündchen í október 2022 eftir rúmlega tíu ára samband.

Sjá einnig: Ástarþríhyrningur aldarinnar – Ber að ofan með fyrrverandi og tveggja daga hótelfjör með NFL-goðsögninni

Kim Kardashian hefur verið einhleyp síðan hún hætti með grínistanum Pete Davidson í ágúst 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert