fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Laugaás með hjartað á réttum stað – Afhenti Neistanum tæpar 5 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 13:00

Mynd: Neistinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson, eigendur Laugaás, afhentu á miðvikudag Neistanum  4.581.390 krónur sem söfnuðust þegar fjöldi fólks lagði leið sína á Lauga-ás vikuna 9.-15.janúar. 

Fyrir áramót voru fréttir um að veitingastaðurinn Laugaás hygðist loka um áramótin fyrir fullt og allt eftir 43 ára starfsemi. Gestir og unnendur staðarins brugðust við og fylltu staðinn síðustu dagana. Þeir feðgar opnuðu staðinn aftur í janúar með það að markmiði að styrkja Neistann, Styrktarfélag hjartveikra barna. Boðið var upp á fiskrétti að hætti Laugaáss og verðið á hverjum rétt 3.500 krónur. 

Í tilkynningu á vef Neistans segir að styrkir af þessum toga séu ómetanlegir fyrir starf Neistans en með þeim getum við haldið úti og aukið við ýmsa þjónustu til fjölskyldna hjartveikra barna, svo sem eflt styrktarsjóðinn, haldið viðburði og styrkt unglingastarfið.

Við erum þakklátari en orð fá lýst þeim feðgum, starfsfólki Lauga-ás, birgjunum sem gáfu sínar vörur, félagsmönnum og hjartabörnum sem stóðu vaktina með okkur og öllum þeim sem komu og áttu fallega stund með okkur.

Sjá einnig: Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins