fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sulta kom upp um framhjáhald Gerard Piqué

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 09:59

Gerard og Shakira þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Shakira er sögð hafa komist að framhjáhaldi eiginmanns hennar, fótboltakappans Gerard Piqué, þegar hún tók eftir að sultan á heimilinu væri búin.

Shakira, 45 ára, og Gerard, 35 ára, skildu í fyrra eftir 11 ára hjónaband. Sögusagnir um framhjáhald fótboltakappans hafa verið á kreiki síðan þá en söngkonan hefur gefið það sterklega í skyn á samfélagsmiðlum. Einnig hafa erlendir miðlar greint frá því. Hann er sagður hafa haldið framhjá Shakiru með nýju kærustu sinni, Clöru Chiu Marti, 23 ára. En það kom upp myndband á yfirborðið af Clöru á heimili Shakiru og Gerard, sem var tekið upp tíu mánuðum áður en þau skildu.

Sjá einnig: Shakira lætur fyrrverandi og nýju kærustuna hans heyra það

Sultan kom upp um hann

Samkvæmt ShowNews Today hafði Shakira komið heim úr ferðalagi og þótt grunsamlegt að sultan væri búin, því Gerard og bæði börnin þeirra hata sultu. Það var þá einhver annar að borða sultuna.

Shakira virðist vísa í sultumálið í nýja tónlistarmyndbandi hennar og Rauw Alejandro við lagið „Te Felicito“ þar sem má sjá hana opna ísskáp, og þar er höfuð Alejandro.

Fyrr í mánuðinum gaf Shakira út nýtt lag þar sem hún sendir fyrrverandi Barcelona leikmanninum og nýju kærustunni hans væna pillu.

Sjá einnig: Stríð hjá Pique og Shakira heldur áfram – Hann mætti á nýjum bíl eftir nýtt lag hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“