Það andar köldu á milli Gerard Pique og Shakira eftir skilnað þeirra á síðasta ári. Þessi fyrrum knattspyrnumaður og söngkonan ákváðu að skilja á miðju ári.
Þau höfðu átt í löngu ástarsambandi og eiga tvö börn saman, Shakira gaf út lag fyrir helgi sem vakið hefur mikla athygli.
Shakira syngur þar um að Pique hafi skipt út Ferrari og fengið sér Renault Twingo, talar hún því um sjálfa sig sem Ferrari.
Pique var ekki lengi að pikka þetta upp og hefur fest sér kaup á Renault Twingo og mætti á honum í vinnuna í gær.
Pique mætti í Kings League í gær sem er ný deild þar sem félög spila tölvuleiki. Hefur þetta nýja dæmi notið mikilla vinsælda.