fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Óskarsverðlaunahafi auglýsir gestahús sitt á Airbnb

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow hefur nú selt gestahús sitt í Montecito í Kaliforníu í útleigu á Airbnb. Sjálf lýsir hún húsinu sem „fallegu litlu gestahúsi„ en húsið er langt frá því að vera lítið. 

Húsið er staðsett í bakgarðinum hjá 1300 fm húsi Paltrow, en nýlega fengu fylgjendur hennar á Instagram innlit á heimilið sem hún hannaði sjálf og lýsir sem athvarfi fyrir „hvíld og andlegan skýrleika.“

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Gestahúsið er á tveimur hæðum, á neðri hæð er hlýleg stofa með viðarhúsgögnum, eldhúsinnréttingu, arinn, bar og borðstofuborði. Efri hæð er opinn og hægt að horfa niður í stofnuna, þar er svefnherbergi með rúmi í queen stærð, baðherbergi með baðkari og úrval af Goop snyrtivörum sem er fyrirtæki Paltrow. Úr stofunni er gengið út á einkaverönd.

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Paltrow býður gestum að njóta sundlaugarinnar sem tilheyrir aðalhúsinu og segist jafnvel til í kvöldverð með gestum sem einkakokkur mun sjá um að elda, maturinn er að sjálfsögðu frá Goop. Paltrow lofar einnig að gestir fái að taka heim með sér vörur frá Goop auk fjölda heilræða til að halda vegferð til andlegrar heilsu áfram þegar heim er komið.

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Á meðal nágranna Paltrow eru hjónin Harry og Meghan Markle, leikararnir Rob Lowe, Cameron Diaz og Jennifer Aniston, Ellen DeGeneres, og söngkonan Ariana Grande.

Einn hængur er þó á auglýsingunni því aðeins er ein nótt í boði fyrir tvo gesti þann 9. September. Verð er ekki uppgefið en hægt er að skrá sig frá 15. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“