fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Náðist á ljósmynd sekúndubroti fyrir andlátið – Forvitnin kostaði ferðaglaða ungmennið lífið

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar hins 14 ára Keith Sapsford höfðu það miklar áhyggjur af prakkaraskap sonar sín að þú ákváðu að senda hann í kaþólskan heimavistarskóla, sérhæfðan í ,,erfiðari” strákum.

Vonuðust þau til að vistin myndi róa piltinn. 

En vonir foreldranna gengu ekki eftir og tveimur vikum síðar var Keith látinn. 

Keith fæddist 1956 í Sydney í Ástralíu. Hann var fjörugur og forvitinn krakki sem alltaf var á ferðinni en mestan áhuga hafði hann þó á framandi stöðum og brann fyrir að ferðast á nýjar og framandi slóðir. Faðir hans var prófessor við verkfræðideild háskóla borgarinnar og hafði því fjölskyldan efni á að taka reglulega frí og halda til útlanda. 

En það var aldrei nóg fyrir Keith, sem ekki nennti rólegu úthverfalífinu, heldur vildi hann alltaf vera á ferðinni. Svo fór að foreldrar hans töldu réttast að senda hann i kaþólska heimavistarskólann en til að taka mesta höggið af fóru þau með hann í útlandareisu mánuði áður. 

Vildi út í heim

Hafi þau talið að nú væri búið að slá á ferðalöngun sonar síns var það fjarri sanni. Þann 21. febrúar 1970 stakk Keith af úr skólanum að nóttu til og hélt til alþjóðaflugvallarins í Sydney. Hann var ákveðinn í að fara til útlanda, hvernig sem hann færi að því, og honum hafði dottið í hug leið. Eftir tæpa tvo daga á labbi komst Keith á flugvöllinn, án nokkurra skilríkja né peninga. Öryggisgæsla á flugvöllum árið 1970 var lítil sem engin miðað við það sem við þekkjum í dag og tókst Keith auðveldlega að lauma sér út á flugbrautina.

Keith var alveg sama hvert hann fær, svo lengi sem hann kæmist frá Ástralíu. Ævintýrin biðu.  

Ljósmyndin

Á vellinum stóð Douglas DC-8 og voru farþegar að ganga inn í vélina, sem var á leið til Japans. Keith klifraði upp á hjól vélarinnar og upp í hjólarýmið þar fyrir ofan. Talið er að Keith hafi ekki gert sér grein fyrir að hjólarýmið yrði aftur opnað eftir að vélin færi á loft til að draga hjólin inn. 

Vélin var aðeins búin að rísa 60 metra þegar að hjólarýmið opnaðist og Keith féll til jarðar. Á flugvellinum stóð ljósmyndarinn John Gilpin, eins og hans vani var flesta sunnudaga, að mynda flugvélar. Var Gilpin að smella af hist og her um völlinn þegar hann náði myndinni af Keith sekúndubroti áður en hann dó. 

Jafnvel þótt að Keith hefði náð að halda sér föstum í hjólarýminu hefði hann samt sem áður aldrei lifað af Japanferðina. Rýmið hefði tæmst af súrefni og fyllst jökulkulda. Keith, klæddur stuttermabol og stuttbuxum, hefði fljótlega annaðhvort kafnað eða frosið í hel, hvort sem fyrr hefði banað honum. 

Keith var fjórtán ára þegar hann lést þann 22. febrúar 1970. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands