fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Segir nýjustu tískuna í tilhugalífinu gera fólk sjúklega vandræðalegt – „Um miðjan dag? Galið!“

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking hefur marga fjöruna sopið í tilhugalífi og ástarmálum og gerir því gjarnan skil í greinum. Hún segir í nýjum pistli að undanfarið hafi hún tekið eftir nýju trendi í ástarlífi fólks sem enginn hafi beðið um og flestir væru til í að losna við að verða vitni að.

Hún kallar umrædda tísku „Ofur-ástaratlot-á-almannafæri“ eða „PowerPDA„.

„Þetta þýðir í grófum dráttum að fólk heldur ekki að sér höndunum með elskhugum sínum – mikið af kossum og snertingum í almannarýmum sem gerir þá sem að því verða vitni sjúklega vandræðalega,“ skrifar Jana.

Um miðjan dag?

Hún segist sjálf hafa orðið vitni að þessu í flugvél nýlega. Þá hafi parið fyrir framan hana verið í sleik, með tungum og stunum, án nokkur tillits til annarra farþega. „Sérstaklega til mín sem gat séð þau í gegnum bilið milli sætanna á meðan ég reyndi að hámhorfa á Real Housewives of Beverly Hills. Mjög truflandi.“

Jana segist sjálf alveg hafa kynnst því að geta varla haldið að sér höndunum með elskhuga, en það gerist þó yfirleitt á kvöldin eftir nokkra drykki, og aðallega þegar hún var rétt skriðin yfir tvítugt. „En um miðjan dag? Galið!“

Hún segir að þessa háttsemi megi alltaf sjá meir og meir eftir útgöngubönnin í COVID og rekur hún þessa tísku til frægra para á borð við Travis Barker og Kourtney Kardashian og Machine Gun Kelly og Megan Fox, sem varla sjáist þessa daganna öðruvísi en að vera í sleik eða að snerta hvort annað.

„Ég er ekki hjartalaus köld manneskja. Ég kýs að halda snertingunum inni í svefnherberginu. Eða bara örlítið á almannafæri. Til dæmis fyrir nokkrum vikum var ég í ferð með manni sem lætur hjartað mitt segja va va vúmm og við stoppuðum á bensínstöð til að ná okkur í nasl. Hann labbaði fram hjá mér hjá sleikjóunum og sló mig létt á rassinn. Enginn var nálægt til að upplifa þetta vandræðalega, en þetta kætti mig svo sannarlega. Þannig ætti maður að gera ofur-ástaratlot-á-almannafæri.“

Óöryggi eða losti?

Jana segir að hún velti fyrir sér pörum sem finni fyrir þörfinni að vera stöðugt að auglýsa ást sína með þessum hætti opinberlega. Hvort þau séu mögulega að „reyna of mikið“. Sem dæmi nefnir hún Meghan hertogaynju og eiginmann hennar, Harry prins. „Við sjáum hana hanga á honum opinberlega eins og hún muni týna honum ef þau haldast ekki í hendur. Svo horfum við vel á Vilhjálm [prins] og Kötu [hertogaynju] Þau standa bein, sterk og sjálfstæð – ein sameinuð. Fyrir mér er það merki um traust hjónaband. Tvær manneskjur sem geta staðið uppréttar alveg sjálfar en skotið ástaraugnaráði hvort á annað þegar á þarf. Engin ofur-ástaratlot til að sanna samstöðu þeirra.“

Veltir Jana fyrir sér hvort þessi ofur-ástaratlot séu merki um óöryggi eða kannski bara svona yfirþyrmandi losta. Hvort sem það sé geri þetta þá sem þurfi að fylgjast með þessu vandræðalega. Fullorðið fólk eigi sín eigin herbergi til að nýta undir ástaratlot.

Samkvæmt nýlegri óformlegri könnun stefnumótasíðunnar Bumble hafi 68 prósent svarenda sagst vera opnari fyrir opinberum ástaratlotum eftir faraldur COVID. Það sé að vissu leyti skiljanlegt þar sem fólk sé stundum þannig gert að það vilji það sem það ekki má. Svo kannski sé ekki skrýtið að einhleypt fólk hafi komið út úr takmörkunum og útgöngubönnum eins og folöld að vori, en það hljóti samt að vera takmörk fyrir því hvað saklausir vegfarandi láti bjóða sér.

„Ég ætla bara að segja það – ofur ástaratlot á almannafæri er stefnumóta tíska sem ég glaðlega óska þess að láti sig hverfa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki