fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því

Fókus
Fimmtudaginn 22. september 2022 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin í máli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, vöktu mikla athygli fyrr á árinu, en Depp sakaði Heard um að hafa framið meiðyrði gegn honum með grein sem hún ritaði fyrir The Washington Post.

Héldu aðdáendur leikarans vart vatni yfir vasklegri framgöngu einna lögmanna hans Camille Vasquez og töldu margir hana eiga stóran hlut í því að Depp hafði betur gegn Heard í dómsal.

Svo vel líkaði aðdáendum við Vasquez að margir fóru að láta sig dreyma um að hún og Depp væru í raun par.

Sjá einnig: Lögmaður Depp glotti og þagði þegar hún var spurð um meint samband þeirra

Vasquez var þó fljót að kveða þann orðróm niður og sagði að aðdróttanir um ástarsamband hennar og Depp væru uppfullar af karlrembu og líka siðlausar.

„Mér þykir vænt um skjólstæðinga mína og við höfum klárlega orðið mjög náin í gegnum þetta. En þegar ég segi við þá meina ég allt teymið og Johnny er þar á meðal.“

Vasquez benti á að það væri eðlilegt að þau hefðu orðið vinir enda hafi málið tekið rúmlega fjögur ár í rekstir og undirbúningi. „Þetta er siðferðislega rangt að halda þessi fram. Þetta er karlremba. Þetta er óheppilegt og veldur vonbrigðum en á sama tíma fylgir það þessum málum svo ég get ekki sagt að ég hafi verið hissa.“

Sjá einnig: Lögfræðingur Johnny Depp svarar fyrir þrálátan orðróm um samband þeirra

Nú hafa draumar aðdáenda ræst – næstum því. Page Six greinir frá því að Johnny Depp sé nú í sambandi við lögmanni sínum. Það er þó ekki Vasques heldur lögmaðurinn Joelle Rich sem aðstoðaði Depp í málinu sem hann rak fyrir breskum dómstólum gegn miðlinum The Sun. Hann reyndar tapaði því máli en virðist hafa grætt kærustu á því.

Rich er gift en er skilin að borði og sæng. Hún kom ekki að málinu sem var rekið fyrir bandarísku m dómstólum en heimildir herma að hún hafi verið stödd í dómsal en samkvæmt Us Weekly mætti Rich til að sýna Depp stuðning. Heimildarmaður miðilsins segir að hún hafi ekki verið þar af faglegum ástæðum heldur rómantískum. Hún og Depp hafi svo verið að hitta hvort annað í laumi á hótelum á meðan sambandið var enn nýtt.

Ekki er víst hvenær þau hófu að stinga saman nefjum en talsmenn Depp hafa ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“