fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Fyrrverandi jógakennari Adam Levine segir skilaboð frá honum hafi leitt til heimilisofbeldis

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi jógakennari tónlistarmannsins Adam Levine, sem nú stendur í ströngu eftir að konur fóru að stíga fram að greina frá því hvernig Adam reyndi við þær þrátt fyrir að vera í sambandi, segir að skilaboðin sem hún fékk frá honum hafi haft miklar afleiðingar fyrir hana. 

Jógakennarinn, Alanna Zabel, segir að daðursleg skilaboð frá söngvaranum hafi leitt til heimilisofbeldis og erfiðasta tímabils ævi hennar. Hún tekur fram að það var ekki Adam sem beitti hana ofbeldi og hún kennir honum ekki um atvikið, en hún sé vonsvikin vegna viðbragða hans.

Alanna segir að það sé liðinn rúmur áratugur síðan hann sendi henni skilaboðin. Hún var jógakennari hans á árunum 2007 til 2010 og segir að á þeim tíma hafi hann reglulega sent hann henni daðursleg smáskilaboð. Þetta var áður en hann byrjaði með Behati Prinsloo en hann var samt sem áður í sambandi á þessum tíma.

„Einn daginn sendi hann mér skilaboð og sagði: „Ég vil eyða deginum með þér nakinn.“ Ég var í baði en afbrýðisamur fyrrverandi kærasti sá þau og missti vitið,“ sagði hún í Story á Instagram. Fox News greinir frá.

„Ég fullvissaði fyrrverandi kærasta minn um að ég væri viss um að skilaboðin hefðu verið ætluð þáverandi kærustu Adams, Becky, og þau hefðu óvart ratað til mín. Ég sendi skilaboð á Adam og spurði hvort það væri málið. Hann svaraði ekki og fyrrverandi varð ofbeldisfullur og úlnliðsbraut mig.“

Sjá einnig: Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ᗩᘔ I ᗩᗰ® (@aziamyoga)

Birtir myndband af þeim í jóga saman

Saga Alönnu hefur vakið gríðarlega athygli og tjáði sig hún frekar um málið í nýrri færslu, sem má sjá hér að ofan, ásamt myndbandi af henni og Adam í jóga saman.

„Í fyrsta lagi þá gerði Adam ekkert rangt, að mínu mati, með því að senda mér þessi skilaboð. Í öðru lagi ber hann ekki ábyrgð á ofbeldisfullum fyrrverandi kærasta mínum eða gjörðum hans,“ segir hún.

Það sem olli henni vonbrigðum voru viðbrögð Adams. Hún segir að atvikið hafi umturnað lífi hennar. Hún missti jógastúdíóið sitt og heimili sitt og var þar að auki að kljást við ofbeldisfullan fyrrverandi kærasta.

Þegar hún sagði Adam frá því sem hafði gerst segir hún hann hafa „hunsað það, baðst aldrei afsökunar, tók mig ekki með í næsta tónleikaferðalag og hætti að tala við mig á erfiðasta tímabili ævi minnar, allt út af einum daðurslegum skilaboðum.“

F.v: Myraka, Behati Prinsloo og Adam Levine, Sumner Stroh. Myndir/Instagram/Getty

Alanna bætist í hóp kvenna sem saka söngvarann um að senda sér daðursleg og kynferðisleg skilaboð á meðan hann er í sambandi. Á mánudaginn steig Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh fram og sagðist hafa átt í áralöngu ástarsambandi við Adam. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sögðust hafa fengið daðursleg skilaboð frá honum, meðal annars fyrirsætunar Myraka og Alyson Rose.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Adam og Behati hafa verið saman í tíu ár, gift í átta ár og eiga von á sínu þriðja barni saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát