fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Birta varð orðlaus og hrygg þegar hún sá skemmdarverk á auglýsingaskilti af henni

Fókus
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir, sem var árið 2019 krýnd Miss Universe Iceland, var í viðtali hjá skandinavísku útgáfu tískutímaritsins Vogue. Þar ræddi hún um fordóma sem hún hefur orðið fyrir á Íslandi vegna húðlitar síns og hvað það skiptir hana miklu máli að geta verið fyrirmynd fyrir aðra Íslendinga og Skandinavíubúa sem eru svartir eða af blönduðum uppruna.

Vogue rekur Birta hafi verið fyrsta konan, sem ekki er hvít á hörund, til að vinna keppnina Miss Universe Iceland er hún hneppti titilinn árið 2019. Hún hafi í kjölfarið náð inn á lista tíu efstu í Ungfrú heimur keppninni.

Ég lít ekkert út eins og þær

Birta lýsir því að fyrst hafi hún verið hikandi við að taka þátt þar sem hún var ekki viss um að rými væri í keppninni fyrir manneskju með annan húðlit en hvítan.

„Allar stelpurnar voru ljóshærðar með blá augu og mér fannst þær svo glæsilegar. Ég hugsaði, bíddu hvernig get ég keppt við þetta? Ég lít ekkert út eins og þær.“ 

Birta rekur að hún hafi orðið fyrir fordómum vegna húðlitar strax í leikskóla.

„Þegar ég var yngri kölluðu börnin í leikskólanum mig kókó því ég var brún eins og kókópuffs. Í heilum árgangi af um 200 börnin var ég sú eina sem var brún.

Svo þegar krakkarnir urðu eldri fóru þeir að segja andstyggilegri hluti sem þau vissu ekki þá að áttu eftir að hafa djúpstæð áhrif á mig. Ég heiti Birta Abiba og Abiba hljómar eins og Api,“ segir Birta og það hafi orðið til þess að hún var uppnefnd Birta Api.

Engar svartar Barbie-dúkkur

Hún segir að þessi reynsla af fáfræði og beinum rasisma hafi mótað það hver hún er í dag. Þetta hafi kennt henni samkennd og það að maður getur aldrei vitað hvað aðrar manneskjur eru eða hafa gengið í gegnum.

„Ég hef ákveðið að berjast gegn því óréttlæti sem rekja má til fordóma, sem fólk eins og ég þarf að horfast í augu við í heiminum.

Ég vildi vera sú fyrirmynd sem ég hafði aldrei á meðan ég ólst upp. Ég veit og hef séð það sjálf hvað það skiptir miklu máli að hafa jafnvel bara eina manneskju sem lítur út eins og þú eða sem hefur sömu reynsluna og þú. Það hefði skipt sköpum fyrir mig og ég vona að ég geti verið þessi kona, sem ég þarfnaðist, fyrir aðra.“

Birta rekur að þegar hún var lítil hafi hennar húðlitur ekki átt sér fulltrúa í menningunni, ekki einu sinni í leikfangadeildinni.

„Það voru engar svartar Barbie dúkkur, engar brúnar baby born dúkkur, ekkert svart fólk í sjónvarpinu, ekkert svart fólk í auglýsingum og það var mjög einangrandi.“ 

Þetta er eins og mitt hár

Eftir að Birta komast inn í Miss Universe Iceland keppnina var slagurinn þó ekki unninn.

„Ég fékk strax lúmskt mótlæti frá fólkinu í kringum mig, sem var ekki að reyna að særa mig heldur taldi það vera að vernda mig.“

Fólk hafi haft á orði að Birta ætti að slétta á sér hárið og ætti kannski að sleppa því að fara í brúnkusprautu með hinum stelpunum. Birta hafi þó látið þessar athugasemdir sem vind um eyru þjóta og var ákveðin í því að leyfa sínu náttúrulega hári – með afró-krullum – að njóta sín á sviðinu.

„Jafnvel þó ég myndi ekki sigra, því að lítil stelpa á eftir að sjá þessa fegurðarsamkeppni og mun sjá mig og hugsa – þetta er eins og mitt hár.“

Skiltið hafði orðið fyrir skemmdarverki

Birta segir að það sé erfitt að alast upp sem hluti af minnihlutahóp. Sumar reynslur taki meira á en aðrar. Eins og þegar hún sá að skilti með mynd af henni á hafði orðið fyrir skemmdarverki þar sem merki nýnasista hafði verði teiknað yfir myndina. En DV við Birtu í ágúst á síðasta ári eftir að málið kom upp.

Sjá einnig: Birta er fyrirsætan í auglýsingu Ölgerðarinnar – Hakakross yfir augun – „Við þurfum að rífa hatrið upp með rótum“

„Þegar ég sá það varð ég orðlaus, það eina sem ég fann fyrir var ómælanleg hryggð yfir fólkinu í heimalandinu mínu. Ég veit að við erum betri en þetta og það eina sem ég gat gert, og aðrir líka, var að horfa fram á við og halda áfram. Enginn hefur rétt til að taka skilgreiningarvaldið frá mér eða nokkrum öðrum. Við erum og munum alltaf vera hluti af íslensku samfélagi sama hvað haturshópar gera til að reyna að þagga niður í okkur og okkar reynslu. Það er ekki og mun aldrei vera rými fyrir slíkt hatur í okkar samfélagi alveg eins og það er ekki rými fyrir svona hatur í Evrópu.“ 

Birta segir að Ísland sé komið langt í mannréttindabaráttu á mörgum sviðum, svo sem þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Hins vegar hafi Ísland dregist aftur úr hvað varði réttindi fólks af öðrum kynþáttum en hvítum. Alltaf sé rými til bóta og þurfi íslenska samfélagið að vera tilbúið að eiga samtalið um rasismann sem þar þrífst, þó það geti verið óþægilegt að horfast í augu við það.

„Vanþekking þrýfst í þögninni og ef við segjum ekkert skapar það bara sundrung og hatur. Svo við þurfum að vera opin fyrir því að eiga óþægilegar samræður.“ 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu