fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 19:00

Skjáskot úr stiklunni af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum voru birtar  stiklur úr ævisögulegu myndinni Blonde sem fjallar um ævi og störf leikkonunnar goðsagnarkenndu Marilyn Monroe. Ekki eru allir sammála ákvörðun framleiðanda myndarinnar um að láta spænsk-kúbönsku leikkonuna Ana de Armas leika aðalhlutverkið og er gagnrýninni aðallega beint að því að hreimur hennar geri það að verkum að hún sé ekki sannfærandi sem Monroe. Nú hefur dánarbú stjörnunnar heitnu, sem gaf ekki opinbert leyfi fyrir framleiðslunni, komið túlkun Önu de Armas til varnar.

„Hvaða leikari sem tekur að sér þetta hlutverk veit að hann er að feta í ansi stór fótspor,“ sagði Marc Rosen, forstjóri afþreyingardeildar Authentic Brands Group sem rekur dánarbú Monre, við Variety „Byggt á stiklunum einum, virðist vera sem að Ana hafi verið frábær ákvörðun þar sem hún fangar glamúr, mennsku og viðkvæmi Marilyn. Við getum ekki beðið eftir að sjá kvikmyndina í heild sinni!“

Í viðtali við Times of London lýsti Ana de Armas hversu erfitt það var að ná röddinni hennar. „Það tók mig níu mánuði af mállýskuþjálfun og æfingu. Þetta var þjáning, heilinn minn var grillaður.“

Brad Pitt, stórleikari og einn framleiðanda myndarinnar, var mjög ánægður með leik de Armas. „Hún er mögnuð,“ sagði hann við Entertainment Tonight. „Þetta er erfiður kjóll að fylla upp í.“ Kvikmyndin Blonde mun vera frumsýnd á Kvikmyndahátíð Feneyja en henni mun vera hægt að streyma á Netflix þann 28. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni