fbpx
Laugardagur 06.ágúst 2022
Fókus

Það er ýmislegt sem kveikir í fólki – Þekkir þú þessar tegundir blætis?

Fókus
Mánudaginn 1. ágúst 2022 21:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agalmatophilia er hrifning á hlutum en ekki hvaða hlutum sem er, heldur hlutum í mannslíki á við styttum, gínum eða dúkkum. Og þar sem margar stjörnurnar í dag virðast líkari dúkkum en raunverulegri manneskju, vegna ástar á lýtalækningunum, má færa rök fyrir að línurnar verði á stundum fremur óskýrar.

Sumur myndi finnast þessi afar örvarndi. Mynd/Getty

Symorophilia er kynferðisleg örvun við að sjá hörmungar. Þær geta verið af náttúrulegum orsökum, á við flóð, eða af mannavöldum, á við bílslys. Þeir eru til sem halda fram að einstaklingar sem elta uppi ákveðna tegund hamfara, til að mynda fellibylji, séu ef til með meiri symorophiliu en þeir vilja láta uppi.

Þeir sem eru eproctophiliu heillast af viðrekstri. Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar á eproctophiliu og virðist svo sem kynferðisleg örvun við að anda að sér prumpi bólfélaga sé óháð aldri og kyni.

Klismaphilia er ástríða fyrir stólpípum. Þeir sem eru heillast af klismaphiliu eru frekar þeir sem kjósa að fá stólpípu, það er að fá slöngu í endaþarm með volgu vatni. Þeir eru einnig til sem fá örvun við að setja stólpípuna upp en rannsóknir sýna að þeir eru mun færri. Klismaphilia er aldagömul eins og sjá má á mörg hundruð ára gömlu erótískum listaverkum. Nútímatækni við hönnun stólpípa hefur þó gert gleðina einfaldari.

Þeir eru til sem finnt gifs á fótum afar örvandi. Mynd/Getty

Abasiophiliac er kynferðisleg örvun við að sjá bólfélaga með spelkur, gifs eða sambærilegt á fótum. Gera má ráð fyrir að þeir sem kalla má abasiophiliacs slökkvi á Forrest Gump um leið og hann byrjar að hlaupa.

Spectrophilia er blæti sem lýsir sér í kynferðislegri örvun við drauga eða anda. Þeir eru með spectrophiliu láta sig dreyma um draugagang og kynferðislegt samneyti við drauga, anda og alls kyns annars heims verur.

Þessi herramaður er hugsanlega með löngun í hávaxnar konru. Mynd/Getty

Macrophilia lýsir sér í kynferðislegri örvun á hávöxnum og stórum einstaklingum. Flestir með macrophiliu eru karlmenn sem sækja í afar hávaxnar konur. Macrophilia er nátengd ,,submissive” blæti og sækja viðkomandi oft í að láta hávaxnar konur skipa sér fyrir og jafnvel sitja sér svo viðkomandi sé svo að segja hjálparlaus.

Hobophilia er fremur sérstakt fyrirbæri. Um er að ræða löngun til að eiga kynferðislegt samneyti við heimilislausa. Þeir sem eru hobophiliu segjast missa alla löngun til kynmaka ef viðkomandi á heimili eða samastað.

Þjófnaður úr búð örvar suma. Mynd/Getty

Kleptolagnia er náskylid stelsýki (kleptomaniu). Fólk með kleptolagniu er jafnt karlmenn sem konur sem oft geta ekki náð kynferðislegri örvun á annan hátt en að stela.

Coprophilia er í ógeðfelldari kantinum. Um er að ræða löngun í að sjá bólfélaga sinn fara á klósettið að hafa hægðir. Yfirleitt er um karlmenn að ræða sem fá fyrst og aðeins örvun við að sjá bólfélaga sinn gera númer tvö.

Formicophiliac er ekki smartari, nema síður sé. Þeir sem heillast af slíku verða að sjá pöddur af einhverju tagi á líkama bólfélaga til að finna til kynferðislegrar örvunar.

Tripsolagniac er öllu huggulegri en þeir sem hallast að slíku finnst ekkert meira örvandi en að láta þvo á sér hárið.

Fallegur handakriki getur verið ómótstæðilegur. Mynd/Getty

Axillism er löngun í handarkrika. Í næstum öllum tilfellum er um karlmenn að ræða sem ekki hafa áhuga á að stunda kynmök með öðrum líkamshluta en handarkrika bólfélaga síns.

Það eru til fjölmargar fleiri tegundir af blæti og má nefna climacophiliacs sem er örvun við að sjá fólk detta niður stiga, mysophilia sem vekur kynhvöt við að finna lykt af skemmdu kjöti og psellismophilu en viðkomandi vilja aðeins eiga kynferðislegt samneyti við fólk sem stamar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hann var aðeins sjö ára – Heimsins yngsti fjöldamorðingi

Hann var aðeins sjö ára – Heimsins yngsti fjöldamorðingi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix
Fókus
Fyrir 6 dögum

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hryllingstilraunin á munaðarleysingjunum

Hryllingstilraunin á munaðarleysingjunum