fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Heard segir að hlutverk hennar í Aquaman 2 hafi verið minnkað vegna Depp – „Hann reyndi að fá mig rekna“

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amber Heard hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Johnny Depp í gagnsök í meiðyrðamáli sem hann hefur höfðað gegn henni vegna greinar sem hún birti árið 2018. Í gagnsök heldur Heard því fram að Depp hafði háð áróðursherferð gegn henni sem hafi valdið henni skaða.

Heard bar fyrir dómi í gær að meðal annars hefði hlutverk hennar í kvikmyndinni Aquaman 2 verið minnkað eftir að lögmenn Depp kölluðu ásakanir Heard gegn fyrrum eiginmanni sínum uppspuna.

„Ég hafði fengið handrit, síðan fékk ég nýja útgáfu af því þar sem hasarsenur höfðu verið teknar út, atriði þar sem persónan sem ég leik og önnur persóna – án þess að ég sé að gefa of mikið upp um söguþráðin – tvær persónur að slást hvor við aðra. Þeir tóku sem sagt mikið af atriðunum mínum út. Þau fjarlægðu fullt,“ sagði Heard fyrir dómi í gær.

Heard tók einnig fram að hún hafi ekki náð að semja um áframhaldandi hlutverk í Marvel-ofurhetjumyndaheiminum eftir fyllyrðingar lögmanna Depps og því sé næsta Aquaman myndin sú síðasta sem hún komi fram í samkvæmt núgildandi samningum.

Hún sagðist hafa fengið greiddar 2 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í Aquaman framhaldsmyndinni sem var tvöfalt meira en hún fékk fyrir fyrri myndina.

Fyrir dómi í dag hélt lögmaður Depp því fram að Johnny Depp hafi reddað Heard hlutverkinu í Aquaman myndinni. Heard þverneitaði því að og sagði að hún hefði farið í áheyrnaprufu og þannig fengið hlutverkið og síðan hefði hún lagt hart að sér við að halda hlutverkinu. Hún hélt því einnig fram að Depp hefði reynt að fá hana rekna frá myndinni eftir skilnað þeirra.

„Hann reyndi að fá mig rekna,“ sagði Heard en lögmaður Depp mótmælti þeim ummælum á grundvelli þess að hún væri að vísa til óstaðfestra sögusagna.

Depp höfðaði meiðyrðamálið gegn Heard vegna greinar sem hún birti hjá Washington Post þar sem hún lýsti sjálfri sér sem opinberri persónu sem tali fyrir þolendur heimilisofbeldis. Depp er ekki nefndur á nafn í greininni en lögmenn Depp halda því fram að greinin hafi verið uppspuni sem hafi orðið til þess að Depp missti verkefni og tekjur. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala í bætur, en Heard fer fram að tvöfalt meira, 100 milljónir dollara, í gagnsök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk