fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Merki Stjörnutorgs til Stjörnunnar – söluandvirði rennur í pakkasöfnun Kringlunnar

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 10:39

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, Björn Björnsson frá Tæknivörum og Dagur Jónsson frá Stjörnunni við afhendingu fræga skiltisins sem áður prýddi Stjörnutorgið. Við þetta mættu líka jólaálfarnir, þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnutorgi í Kringlunni var formlega lokað í nóvember síðastliðinn þegar allri þriðju hæðinni var breytt í Kúmen, sem verður svæði veitinga, upplifunar og skemmtunar.

Við það tilefni bauð Kringlan merki Stjörnutorgs á uppboði og var allur ágóði ánafnaður pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Það var fyrirtækið Tæknivörur sem tryggði sér skiltið og mun færa Íþróttafélagi Stjörnunnar í Garðabæ skiltið. Þar verður merkið sett upp á torgi Stjörnumanna og mun því Stjörnutorg lifa áfram á nýjum stað.

Upphæðin, 200.000,- krónur rennur óskipt í pakkasöfnunina. Það voru jólaálfar Kringlunnar ásamt markaðsstjóra Kringlunnar, Baldvinu Snælaugsdóttur, sem tóku þakklát við styrknum og afhentu um leið skiltið góða. Jólaálfar Kringlunnar skottast í verslanir í Kringlunni og kaupa gjafir handa börnum sem á þurfa að halda. Pakkasöfnun Kringlunnar fer þannig fram að viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja hana í söfnunina við jólatréð í Kringlunni.  Eins er hægt að styrkja söfnun með framlagi á kringlan.is. Jólaálfarnir kaupa gjafar fyrir börnin fyrir allt sem safnast á kringlan.is.

Pakkasöfnun um 30% minni en í fyrra

Pakkasöfnunin hófst í byrjun desember og hafa margir lagt henni lið. Að sögn Baldvinu er söfnun þó töluvert dræmari en í fyrra eða um það bil 30% minni. Er það áhyggjuefni þar sem síst færri fjölskyldur reiða sig á aðstoð hjálparsamtaka um þessi jól. Vill Baldvina benda á að framlög á kringlan.is þurfa ekki að vera há til að gera mikið gagn, allt safnast sem saman kemur.


Jólaálfarnir eru þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta sem brostu sínu fegursta við þetta tilefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“
Fókus
Í gær

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral