fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Listafólk lét í sér heyra í Kringlunni í tilefni af Þitt nafn bjargar lífi

Fókus
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 11:07

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hópur listafólks stóð fyrir röð óvæntra uppákoma á fyrstu hæð Kringlunnar (fyrir framan Kaffitár og á Blómatorginu) í gær. Tilgangurinn var að vekja athygli á árlegri alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu málum einstaklinga sem sætt hafa mannréttindabrotum í tengslum við réttinn til að mótmæla.

Fjörtíu konur sem skipa Senjorítukórinn sungu útfærslu sína af laginu Lög og regla, eftir Bubba Morthens, í samstarfi við Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur söngkonu við undirleik Margrétar Arnardóttur harmonikkuleikara. Þá leiddi listahópurinn R.E.C Arts Reykjavík óvæntan mótmælagjörning eftir göngum Kringlunnar en hópurinn nýtir gjarnan mátt tjáningarfrelsisins með dansi, trommuslætti og slagorðum. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Matthías Tryggvi Haraldsson úr Hatara sögðu nokkur orð um mikilvægi tjáningarfrelsisins og Una Torfadóttir söngkona steig á stokk og flutti nokkur lög. Ungliðar samtakanna voru á staðnum til að bjóða gestum og gangandi að krefjast réttlætis með því að skrifa undir málin tíu.

Aðsend mynd.

Við skipulagningu viðburðarins lagði Íslandsdeild Amnesty International sérstaka áherslu á samstarf við listafólk á ólíkum aldri og af ólíkum uppruna sem kallast á við málin í Þitt nafn bjargar lífi. Má þar m.a. nefna mál rússnesku listakonunnar Aleksöndru Skochilenko sem situr nú í fangelsi við hræðilegar aðstæður, fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu með því að skipta út verðmiðum í stórmarkaði með upplýsingum um innrásina. Þessi unga listakona á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm. Mál kúbverska listamannsins Luis Manuel Otero er annað hræðilegt mál. Luis Manuel birti myndband á netinu í júlí 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist. Og að síðustu ber að nefna hrottafengið mál áttræðar konu, Zineb Redouane frá Frakklandi, sem lögregla myrti með táragassprengju í desember 2018 þegar mótmæli fóru fram í Marseille. Zineb ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja lögreglu hæfði hana í andlitið og lést hún af sárum sínum skömmu síðar.
Hægt er að skrifa undir öll málin á www.amnesty.is.

Aðsend mynd.

Sagan hefur sýnt að rétturinn til að mótmæla er öflugt tæki til að stuðla að stórkostlegum samfélagslegum umbótum. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast umbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun og valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Sífellt færist í aukana að stjórnvöld víða um heim reyni að takmarka þennan rétt fólks með ýmsum hætti m.a. með því að beita óhóflegu lögregluvaldi. Af þessum sökum er herferðin í ár helguð einstaklingum sem sætt hafa alvarlegum brotum tengdum þessum mikilvæga rétti.

Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni