fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Þegar hún vaknaði eftir slysið mundi hún ekki eftir eiginmanni sínum – „Ég var að fara heim með manni sem ég þekkti ekki“

Fókus
Laugardaginn 22. janúar 2022 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Sartin-Hartung lenti í hræðilegu bílslysi. Þegar hún vaknaði sat hjá henni maður sem hún hafði aldrei séð áður og taldi hún að þetta hlyti að vera læknirinn hennar. The Sun greinir frá.

Angela var sárþjáð og mundi ekki hvers vegna hún væri á sjúkrahúsi eða hvað hafði gerst.

Hún reyndi að muna hver og hvar hún væri. „Ég sagði við sjálfa mig. Ég er 36 ára gömul. Ég er gift John og á tvö börn, tveggja og átta ára.“

Annað átti þó eftir að koma í ljós. Ókunnugi maðurinn við rúm hennar var ekki læknirinn hennar. Þetta var eiginmaður hennar. Og hann hét ekki John heldur Jeff og Angela var ekki 36 ára heldur 51 árs.

Hún mundi ekkert eftir síðustu 15 árunum og var talið nær öruggt að minnistapið væri varanlegt þar sem hún hafði orðið fyrir heilaskaða. Hún mundi því ekki eftir því að eiginmaður hennar John hafði látið lífið 15 árum áður og varð það henni mikið áfall að komast að því.

Hún upplifði því sorgina og missinn sem aldrei fyrr. Síðan voru það börn hennar. Tveggja ára dóttir hennar var skyndilega orðin 17 ára og sonur hennar 23 ára.

Þekkti ekki eiginmanninn

Síðan var það maðurinn sem var við hlið hennar þegar hún vaknaði. Jeff. Þau höfðu kynnst þremur árum eftir að fyrri eiginmaður hennar lét lífið og voru bæði einstæðir foreldrar. Ári síðar giftu þau sig.

En hún mundi ekki eftir því.

„Hausinn á mér sagði mér að þetta væri ókunnugur maður. En hjartað mitt sagði mér að ég gæti treyst Jeff.“

Angela ákvað því að eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu að fara heim með Jeff.

„Ég var að fara heim með manni sem ég þekkti ekki. Ég þurfti að treysta á innsæið mitt sem sagði að það væri öruggt.“

Það reyndist þó þrautinni þyngdi að koma aftur heim. Því þau bjuggu í sama húsi og hún hafði deilt með fyrri eiginmanni sínum.

„Ímyndið ykkur að koma inn á heimilið sem þið yfirgáfuð í morgun bara til að sjá að það er allt breytt. Þarna er stóllinn sem þú þekkir og borðið sem þú þekkir en þau eru á röngum stað. Veggirnir eru öðruvísi á litinn, og þarna eru myndir sem þú kannast ekki við af fólki sem þú þekkir ekki.“

Angela ákvað líka að deila rúmi með Jeff þar sem hún fann á sér að hún gæti treyst honum.

„En þegar ég vaknaði daginn eftir leit ég við og bjóst við að sjá John þar.“

Ákvað að styðja konuna sína

Jeff var þó ákveðinn að styðja konu sína í gegnum þetta allt og gefa henni færi á að kynnast sér að nýju og sýndi því þolinmæði að hún þurfti aftur að ganga í gegnum sorgarferlið eftir að missa fyrri mann sinn. Læknar höfðu varað hann við að samband hans myndi líklega ekki lifa þetta af en hann gaf skít í þær athugasemdir.

„Svo þegar hún talaði um John, eða náði í gamla boli af honum eða veskið til að halda á eða þefa af, þá skildi ég það. Hún hafði ekki haft tíma til að syrgja hann. Í hennar huga var hann bara ný dáinn.“

En Jeff gafst ekki upp. Hann sagði henni sögu þeirra og hvernig síðustu fimmtán árin höfðu verið. Þrátt fyrir að muna ekki eftir honum treysti Angela honum strax og leið vel í kringum hann.

„Man ég eftir einhverju? Nei. En þetta býr samt enn djúpt í hjartanu.“

Varð ástfangin af Jeff aftur í fyrsta sinn

Hún sá myndir af sjálfri sér á stöðum sem hún mundi ekki eftir að hafa ferðast til, með fólki sem hún kannaðist ekki við. Angela áttaði sig á því að Jeff var ekki bara að hjálpa henni að fylla inn í eyðurnar. Hann var að sýna henni hversu mikið hann elskaði hana.

„Ég fylgdist með Jeff útskýra af þolinmæði fyrir. mér sömu hlutina aftur og aftur, eða hvernig hann brosti yfir myndum af fjölskyldunni okkar í ferðalögum sem ég mundi ekki eftir og hugsaði: „Hver gerir svona fyrir konuna sína?“ Margir menn hefðu gengið í burtu eða kaffært sér í vinnu eða áhugamálum til að losna undan þessari ábyrgð. En Jeff gerði það aldrei. Og svo þegar mánuðir urðu að árum þá varð ég ástfangin.“

Jeff segir að það hafi verið óvænt ánægja að fá að upplifa samband þeirra með þessum hætti.

„Hversu oft óskum við þess að við getum upplifað eitthvað aftur,“ spyr hann. „Skyndilega hafði ég tækifærið til þess. Til að heilla Angelu aftur, til að sýna henni hversu mikið ég elska hana. Þetta var engin byrði heldur forréttindi.“

Angela segir að það hafi reynst sérstaklega erfitt að muna ekki eftir uppvexti barna sinna. En hún einbeitti sér að því að kynnast þeim sem fullorðnum einstaklingum.

Hins vegar fannst Angelu óþægilegt að fagna brúðkaupsafmæli sínu. Þar sem hún mundi ekki eftir brúðkaupinu. Svo þau ákváðu að endurnýja heitin og hafa ekki litið til baka. Minni Angelu sneri aldrei aftur en hún og Jeff eru samt hamingjusöm sem aldrei fyrr. Því sem hausinn hafði gleymt, hafði hjartað nefnilega geymt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“
Fókus
Í gær

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni

Gunnar í Krossinum og Helga Lúthers greina frá trúlofun sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 3 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“