fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Klámstjarna rifjar upp 18 tíma tökudag og afhjúpar hvað kynlífið sjálft tekur langan tíma

Fókus
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 22:00

Kendra Lust. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kendra Lust, 43 ára, var klámstjarna um árabil áður en hún sneri sér að öðru. Í dag nýtur hún mikilla vinsælda á Instagram, með yfir 7,5 milljón fylgjendur, og heldur úti hlaðvarpi um MMA og hnefaleika.

Kendra er nýjasti gestur Renee Paquette í hlaðvarpsþættinum The Sessions. Í honum ræðir hún um fyrra starf sitt og afhjúpar ýmislegt um klámiðnaðinn sem margir vita ekki. Hún rifjar upp átján klukkutíma tökudag og segir að venjulegur tökudagur var aldrei undir átta klukkutímum.

Kendra segir að flest fyrirtæki sem framleiða klám séu mjög fagleg en viðurkennir að það fari mikið eftir leikstjóra og framleiðanda að hverju sinni.

„Ef þetta er klámmynd þá ertu á tökustað í tólf tíma. Ég man eftir því að hafa verið í átján tíma í tökum og var alveg: „Hvenær mun þessu ljúka?““ segir hún.

„Dagarnir geta liðið mjög hratt, tökur geta staðið yfir í sex klukkutíma, eða fjóra. Ef þetta er gert almennilega þá á þetta að taka allavega fjóra til sex klukkutíma. Ég bjóst aldrei við að klára tökur fyrr en eftir minnst átta tíma.“

Hún svarar síðan spurningunni sem brennur á morgun, en hún segir það langalgengustu spurninguna sem hún fær. Hversu mikill tími fer í að stunda kynlíf?

„Og það er það sem fólk vill vita. Raunverulegt kynlíf er bara um þrjátíu mínútur,“ segir hún.

„Þið gerið þetta öll, þið standið ykkur betur í ykkar svefnherbergjum. Við bara gefum þetta út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviðsetti rán á kærustunni í örvæntingarfullri von um kynlíf

Sviðsetti rán á kærustunni í örvæntingarfullri von um kynlíf
Fókus
Í gær

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Í gær

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Fyrir 4 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 5 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar