fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fókus

Dreymir þig blauta drauma? – Þetta gætu draumarnir verið að reyna að segja þér

Fókus
Laugardaginn 15. janúar 2022 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blautir draumar, eða kynferðislegir draumar, geta stundum komið manni í opna skjöldu. Sérstaklega þegar einhver annar en makinn, sé slíkum fyrir að fara, spilar þar aðalhlutverk.

Sálfræðingurinn Ian Wallace hefur mikið pælt í draumum á ferli sínum og hann segir að draumar séu eins konar sjálfa (e. selfie) sálarinnar.  Hann hefur nú deilt því hvaða merkingar blautir draumar geta haft eftir því hvaða manneskja spilar þar aðalhlutverkið á móti þér. The Sun greinir frá.

Fyrrverandi

Ian segir það mjög algengt að dreyma kynferðislega um fyrrverandi rómantíska maka.

„Þetta er algengur draumur og þarf ekki að þýða að það sé góð hugmynd senda fyrrverandi skilaboð næst þegar þú færð þér í glas, eða ákveða að gefa sambandinu annað tækifæri.

Draumurinn er að segja þér að þú þurfir að vera meira vakandi og sleppa takinu af hegðun sem gagnast þér ekki lengur. Þetta gæti þýtt að þú sér búin að gera þér grein fyrir að þú getir valið að gera hlutina eftir þínu eigin höfði og að standa á eigin fótum.

Ef þú ert í sambandi, þá er þetta líka viðvörun um að endurtaka ekki mistök úr fyrri samböndum með núverandi maka.“

Yfirmaðurinn

Ian segir að blautir draumar um yfirmanninn þýði ekki að þú sért ástfanginn af honum.

„Yfirmenn tákna val og getuna til að beita því valdi. Þetta gefur til kynna að þú þurfir að koma þér betur á framfæri í þínu vakandi lífi. Þessi draumur segir þér að frekar en að finnast þú alltaf þurfa leyfi frá öðrum til að eltast við draumana þína að reyna heldur að koma þínum þörfum og metnaði á framfæri.

Makinn

Ian segir að það þurfi ekki að þýða neitt neikvætt að dreyma um makann sinn, jafnvel þó að í draumnum sé verið að stunda eitthvað kynferðislegt sem ykkur hafi ekki dottið í hug á meðan þið eruð vakandi.

„Kynlíf með makanum í draumi snýst um sköpunargleðina. Ef þú ert með hæfileika eða getu og þú veist hvernig á að gera eitthvað þá þarftu að ganga á eftir því. Þetta snýst um að skilja hver þú ert og getu þína til að vera sjálfum þér trúr.“

Nágranninn

Ian segir að blautir draumar um nágrannann snúist um að vera meira meðvitaður um sjálfan sig.

„Við eigum öll drauma og höfum metnað. Þetta minnir okkur á að það eru minni markmið sem er auðvelt að ná – eitthvað á þínum heimavelli, ef svo mætti komast að orði. Liður þér illa í 9-5 vinnunni? Kannski er þetta merki um að skipta um takt og gera eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að gera.

Ef þig langar að kenna fallhlífarflug, hvað er að koma í veg fyrir að þú takir lítil skref í þá átt?“

Besti vinurinn

Ian segir að það geti verið eðlilegt að dreyma kynferðislega um náinn vin.

„Við búum öll til persónur í draumum okkar og notum þessar persónur til að tákna ákveðna kosti og eiginleika. Segjum að þú eigir vin sem er rosalega góður félagslega og getur látið öðrum líða þægilega í kringum hann. Þá er það eiginleikinn sem þú ert að tengja við.

Hvaða eiginleika sem þú tengir við vininn er eiginleikinn sem þú getur nú notað til að leysa vanda í þínu eigin lífi.

Ef vinurinn er fyndinn, þá gætir þú þurft að nota húmorinn meira.

Frekar en að treysta um of á vin með tiltekin eiginleika þá þarftu að öðlast slíka eiginleika sjálfur. “

Gamall skólafélagi

Ian segir að það að dreyma um gamla skólafélaga þýðir að þú þurfir að finna tengsl við eitthvað sem þú hefur misst sjónar á.

„Þetta snýst um að kynnast aftur þínum persónulegu markmiðum sem þú hefur misst sjónar á.. eða hefur ekki misst sjónar á heldur lagt til hliðar.

Þetta snýst um að endurvekja þennan möguleika, eins og íþrótt eða söng, eitthvað sem þú tengir við gamlan skólafélaga og það mun hjálpa þér að enduruppgötva markmiðin.“

Ian segir líka að það að dreyma um gamlan kennara geti þýtt að þú hafir getuna til að læra og þróa með mér nýjan hæfileika – sama á hvaða aldri þú ert.

Óvinurinn

Ian segir að þetta geti þýtt að maður þurfi að horfast í augu við eitthvað sem maður hefur bælt niður.

„Þetta er tækifæri til að tengja við hluta af þér sem þú hefur vanalega bælt niður. Þetta snýst um eitthvað sem þú ert að forðast.

Kannski eru það aðstæður þar sem þú óttast það að valda öðrum vonbrigðum eða að upplifa höfnun.“

Andstæðan

Að dreyma kynferðislega um manneskju sem maður telur sig enga samleið eiga með getur verið skrítið. Ian segir að þessir draumar séu mikilvægir.

„Þetta segir þér að til að skilja tilteknar aðstæður þá þarftu að gera öfugt við það sem þú gerir vanalega.

Það sem kemur oftast í veg fyrir að við gerum slíkt er óttinn við að aðrir dæmi okkur, en að hafa hugrekkið til að gera eitthvað sem er ekki týpískt fyrir okkur sem manneskjur gæti leitt okkur að þeirri útkomu sem við vilum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Í gær

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
FókusViðtalið
Fyrir 2 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð

XXX Rottweiler og Aron Can koma fram á Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“