fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Ashley Judd hafði upp á geranda sínum í nafni uppbyggilegrar réttvísi

Fókus
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Ashley Judd deildi því með hlustendum hlaðvarpsins Healing with David Kessler, að henni hafi verið nauðgað árið 1999. Hún hafi svo árum síðar ákveðið að finna geranda sinn til að gera málið upp.

Henni gekk nokkuð greiðlega að hafa upp á manninum sem samþykkti að hitta hana.

„Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við sitjandi í ruggustólum við læk. Og ég sagði: „Ég hef mikinn áhuga að heyra söguna sem þú hefur borið með þér öll þessi ár. Og við áttum samtal í nafni uppbyggilegrar réttvísi um þetta.“

Ashley sagðist vilja deila þessari sögu til að sýna að til eru fjölmargar leiðir til að komast í gegnum áföll. „Það er mikilvægt að minna hlustendur á að ég þurfti ekkert frá þessum manni og það var bara auka að hann reyndi að bæta fyrir brot sitt og lýsti yfir mikilli eftirsjá“

Ashley tók fram að eftir áfall á borð við að vera brotið gegn kynferðislega gangi maður í gegnum sorgarferli því maður syrgi það sem maður tapaði. „Maður missir öryggistilfinninguna. Ég missti traustið.“

Ashley hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kynferðisofbeldið sem hún hefur verið beitt, en hún hefur orðið fyrir þremur nauðgunum. Tilvikið sem hún ræddi í hlaðvarpinu var það seinasta og segir Ashley að á þeim tíma hafi hún verið orðin fullorðin kona, farin að skilgreina sig sem femínista og hafði sett sér skýr mörk sem hún hikaði ekki við að tjá með skilgreinanlegum hætti. Engu að síður hafi aftur verið brotið gegn henni.

Þegar hún svo hafði upp á gerandanum hafi hún ekki upplifað það svo að hún þyrfti að heyra geranda sinn biðjast afsökunar til að geta haldið áfram með lífið. Þessi fundur hafi farið fram á hennar forsendum og hafi hún ekki veitt geranda sínum það vald að þurfa nokkuð frá honum. Engu að síður hafi þetta verið henni mikilvægur liður í því að gera upp áfallið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við