fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Jennifer Aniston í vandræðum eftir umdeildar athugasemdir um samfélagsmiðlastjörnur 

Fókus
Þriðjudaginn 14. júní 2022 21:59

Jennifer Aniston þótti tala helst til óvarlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston er í tómum vandræðum eftir að hún sagði að „internetmenningin“ gerði lítið úr starfi alvöru leikara. Hún sagði einnig þá meiningu sína að þeir sem verði frægir í gegn um samfélagsmiðla hafi haft neikvæð áhrif á Hollywood.

Þessi orð lét hún falla í viðtali fyrir Variety´s Actors on Actors þar sem hún settist niður með Sebastian Stan sem leikur í þáttunum Pam & Tommy.

Aniston lét ekki þarna staðar numið heldur tók hún dæmi af frægð Paris Hilton og Moniku Lewinsky sem hefði aðeins átt sér stað vegna Internetsins.

Þetta hefur vægast sagt farið illa í fólk sem hefur bent á að Aniston sé dóttir tveggja leikara og hún eigi þeim sína frægð að þakka, en foreldrar hennar eru leikkonan Nancy Down og Days Of Our Live-stjarnan John Aniston. Aðdáendur Friends-þáttanna, sem Aniston öðlaðist heimsfrægð sína fyrir að leika í, muna eflaust glöggt eftir því að Joey í þáttunum átti einmitt að vera leikari í Days Of Our Lives.

Í hæsta máti óviðeigandi

Það hafi því verið frændhygli (e. nepotism) sem opnaði dyrnar í Hollywood fyrir Aniston og fólk hefur bent á að í því ljósi sé í hæsta máta óviðeigandi að hún sé að dæma aðra fyrir hvernig þeir komast til metorða.

Þessi ummæli lét Aniston falla þegar þau Stan voru að ræða þegar kynlífsmyndband Pamelu Anderson og eiginmanns hennar Tommy Lee Jones lak út árið 1995, og umræðan snerist í átt að „internetmenningu“ þess tíma.

Aniston sagði að lekinn hafi átt sér stað þegar Internetið var að byrja að hafa mikil áhrif á samfélagið: „Þetta var einmitt þegar Internetið var að byrja að hafa mikil áhrif á hvernig fólk varð frægt.“

Fólk varð frægt fyrir að gera ekki neitt

Og hún hélt áfram: „Fullt af fólki varð frægt fyrir að gera ekki neitt.“

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá varð Lewinsky heimsþekkt eftir að hún var nemi í Hvíta húsinu og átt í kynlífssambandi við þáverandi Bandaríkjaforseta, Bill Clinton. Lewinsky var reyndar drusluskömmuð og segir það hafa verið algjört helvíti að verða fræg fyrir þetta.

Hilton-erfinginn Paris varð síðan heimsfræg eftir að kynlífsmyndband hennar og þáverandi kærasta lak á netið árið 2004.

Aniston sagði einnit: „Ég er svo heppin að hafa komist inn í bransann áður en þetta varð eins og í dag. Þú ert frægur á TikTok, þú ert frægur á YouTube, þú ert frægur á Instagram. Þetta eiginlega þynnir út starf leikarans.“

Tími forréttindanna liðinn

Þau sem hafa gert grín að Aniston eftir þetta hafa meðal annars sagt:

„Jennifer Aniston leikur sömu týpuna í öllum bíómyndum sem í raun er bara útgáfa af henni sjálfri. Alltaf gaman þegar frændhyglisbörnin segir sína skoðun.“

„Það sem Aniston er í rauninni að segja er: Æ, ég sakna þess þegar það var bara hægt að verða frægur í Hollywood ef þú varst í forréttindahópi og ríkur.“

„Ekki gúggla foreldra Jennifer Aniston.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum