fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Kærasta Bjögga fær bara fullnægingu með titraranum en ekki honum – Ráð til að bæta munngælutækni

Fókus
Föstudaginn 10. júní 2022 21:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjöggi er íslenskur karlmaður sem er ráðalaus þegar kemur að því að fullnægja kærustunni sinni. Hún fær aðeins fullnægingu með titrara en ekki með honum, hann er smeykur um að hún sé búin að nota titrarann of mikið og leitar ráða til Gerðar Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush.

Greinin birtist fyrst á vef kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is og er hér endurbirt með leyfi.

Kæra Gerður,

Kærastan mín fær ekki fullnægingu nema með titrara, líka þegar hún er on the top. Og hún nær ekki heldur að fá fullnægingu þegar ég fer niður á hana. Getur verið að hún sé búin að nota titrarann of mikið og sé orðin of vön honum og þess vegna fái hún það ekki með mér?

Takk fyrir!

Bjöggi

Gerður svarar og gefur Bjögga góð ráð:

Elsku Bjöggi,

Þrátt fyrir allar mýtur sem komið hafa fram um titrara þá skemma þeir ekki kynfæri kvenna. Þvert á móti þá auðvelda titrarar konum að fá fullnægingu í kynlífi og þar af leiðandi magnar það upp kynferðislega upplifun þeirra. Flestar kynlífsstellingar eru einfaldlega ekki nóg til þess að örva snípinn hjá konum svo þær fái fullnægingu. Meira að segja þó að konan sé ofan á þá dugar það ekki til hjá mörgum konum. Það er bara frábært að þú samþykkir titrara til að nota með kærustunni þinni í kynlífinu svo hún fái að njóta sín sem best.

En samt sem áður þá hafa komið fram dæmi þar sem ofnotkun á titrara í langan tíma getur minnkað næmni taugaendana í snípnum tímabundið. Alveg rólegur, snípurinn hennar er ekki að fara neitt. Hann gæti kannski orðið minna næmari inn á milli. Það getur verið góð hugmynd að sleppa titraranum í smá tíma. Og það er þannig að eftir smá tíma sem þú hefur ekki fengið neitt þá er öll örvun og snerting á snípinn góð! Tilfinningin verður eins og að hafa ekki stundað kynlíf í nokkra mánuði eða þú finnur Fairy vöndinn þinn eftir langan aðskilnað. Manni finnst maður hafa fundið almættið, þó það væri bara fyrir þessa guðdómlegu fullnægingu. Fjarlægðin gerir fjöllin sannarlega blá fyrir snípinn. En samt ekki of mikil fjarlægð! Það er flott að prufa tveggja vikna pásu á titrarann til að byrja með. Sem betur fer getur þú bjargað henni með góðum munngælum á meðan hún fer í gegnum fráhvörfin frá titraranum.

Sumar konur þurfa titrara til þess að ná djúpum og góðum fullnægingum þegar þær stunda kynlíf en það ætti ekki að vera alveg ógerlegt fyrir hana að ná á endastöð með góðum munngælum frá þér. Sannleikurinn er sá að alveg sama hversu mikið konur elska titrarann sinn þá jafnast ekkert á við unaðsleg munnmök.

Þú gætir bara aðeins þurft að breyta tækninni, hér eru nokkur ráð fyrir þig:

  •  Ekki byrja á snípnum. Þó það sé freistandi, byrjaði frekar á að kyssa barmana hennar og færðu þig svo hægt og rólega nær snípnum.
  • Þegar þú sleikir hana – byrjaðu á að skiptast á löngum og svo litlum strokum með tungunni á snípinn og í kringum hann. Svo þegar hún æsist meira og meira sjúgðu þá snípinn létt og kítlaðu hann hratt með tungunni á sama tíma.
  • Ef hún verður æstari og æstari þá ertu að gera hlutina rétt – haltu því áfram! Þegar þú ert kominn með réttu tæknina þá er samt ekki rétti tíminn til að prufa eitthvað nýtt. Og þó að þú sért orðinn tilfinningalaus í tungunni og hálsinn orðinn læstur – haltu samt áfram þangað til hún fær (vonandi) fullnæginguna sína.

Ef þú vilt að hún fái fullnægingu með munnmökum þá þarftu að gefa þér góðan tíma í að sleikja á henni snípinn. Og þú munt örugglega komast hraðar upp á lagið með að láta hana klára þannig með því einfaldlega að spurja hana hvað henni finnst gott að láta gera við sig. Fylgstu svo með henni á meðan þú sleikir hana og taktu eftir viðbrögðunum hennar. Hún þarf líka að vera dugleg að segja hvað henni finnst og ef það þarf að breyta einhverju. Ef þú heyrir ekki stunur frá henni, láttu hana segja þér nákvamlega hvar og hvernig hún vill að þú sleikir sig.

Svo gæti líka hjálpað ef hún situr klofvega yfir andlitinu þínu og ruggar sér á meðan þú sleikir hana. Þannig nær hún að stjórna meira og finna réttu staðina sjálf.

Ég óska kærustunni þinni margar fullnægingar um komandi tíð, með eða án titrarar.

Gerður

Sjá einnig: Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn

Sjá einnig: 9 leiðir til að gera trúboðann betri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni