fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Viðurkennir að orðrómurinn um „typpaorku“ Pete Davidson hafi fyrst vakið áhuga hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. júní 2022 09:52

Pete Davidson og Kim Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún fékk fyrst áhuga á grínistanum Pete Davidson.

Kim og Pete eru kærustupar í dag en það var raunveruleikastjarnan sem tók fyrsta skrefið. Í nýjasta þætti af The Kardashians viðurkenndi hún að það hefði verið orðrómurinn um „typpaorku“ Pete, eða BDE (Big Dick Energy) eins og það er kallað á ensku, sem vakti fyrst áhuga hennar.

Kim var fengin til að stýra Saturday Night Live í október 2021 þar sem hún og grínistinn deildu sínum fyrsta kossi, sem var hluti af atriði þeirra sem Jasmín og Aladdín.

Samkvæmt Kim þá sýndi Pete henni engan áhuga til að byrja með. „Ég gerði SNL og við kysstumst í atriðinu og það var bara „vibe.“ Og ég var alveg: „Ó sjit, kannski ég þarf að prófa eitthvað nýtt.“ En Pete kom ekki í eftirpartíið mitt. Það mættu allir í partíið en hann hafði engan tíma fyrir mig,“ sagði hún í þættinum.

En raunveruleikastjarnan lét það ekki stöðva sig.

„Nokkrum dögum seinna hafði ég samband við framleiðanda hjá SNL og bað um símanúmer Pete […] og sendi honum skilaboð. Ég var ekki að hugsa: „Guð minn góður, ég ætla að byrja með honum.“ Ég hugsaði bara… Ég var búin að heyra um þessa typpaorku (e. BDE), ég þurfti að gera eitthvað, bara koma mér af stað, ég var eiginlega bara DTF.“

Fyrir þau sem ekki vita er DTF skammstöfun fyrir „down to fuck“ eða „til í tuskið.“

Pete og Ariana Grande. Mynd/Getty

Orðrómurinn um „typpaorku“ Pete fór á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.

Kim gaf einnig til að kynna að Pete stendur undir nafni og að kynlífið með honum sé það besta til þessa.

„Eftir að ég varð fertug sögðu allir að þá myndi ég byrja að stunda besta kynlífið. Amma var alltaf að segja mér: „Besta kynlífið er eftir fertugt.“ Og ég var alveg: „Ókei, ég er tilbúin.“ Og hingað til…“ segir hún og blikkar síðan systur sínar áður en hún springur úr hlátri.

Kim og Pete á Met Gala í maí.

Meira en bara bólfélagar

Eins og aðdáendur parsins vita þá urðu þau miklu meira en bara bólfélagar, sambandið blómstraði og hefur Kim sagt í viðtölum að hún sé mjög hamingjusöm með Pete.

Þau hafa verið saman í rúmlega hálft ár. Undanfarna mánuði hefur Kim, sem er með 314 milljón fylgjendur á Instagram, verið opnari um samband þeirra, bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þau hafa einnig verið dugleg að mæta á viðburði saman, þau til að mynda mættu saman á Met Gala í byrjun maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló