Elín Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Elín Ey, skartaði úkraínska fánanum á handarbakinu við flutning Systranna á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í gær.
Systurnar flögguðu einnig fána Úkraínu í beinni útsendingu í græna herberginu.
Við æfingu fyrr í vikunni sögðu systurnar „Slava Ukraini“ undir lok lagsins, en fengu ábendingu frá stjórnendum keppninnar um að það væri of pólitískt og ekki leyfilegt í keppninni.
Elín hefur því fundið leið til að styðja Úkraínu án þess að segja það beint út. Hún málaði bláa og gula línu á handarbakið sem glitti í stökum sinnum.
Hægt er að horfa á atriði systranna hér að neðan.