fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Kallar Kim Kardashian kærustuna sína í fyrsta skipti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 10:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er það komið á hreint. Kim Kardashian og Pete Davidson eru kærustupar.

Grínistinn og leikarinn Pete Davidson kallaði raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian kærustu sína opinberlega í fyrsta skipti.

Hann var í viðtali hjá People og var að ræða um hvernig hann höndlar lífið í sviðsljósinu.

„Ég er ekki með Instagram, Twitter eða eitthvað af þessu. Þannig meirihluti dagsins míns snýst meira og minna um að fara í bíla og mæta á tökustaði. Ef ég er í fríi þá er ég að hitta vini mína eða slaka á með kærustu minni. Þannig ég geri ekki mikið,“ sagði hann.

Eins og fyrr segir þá er þetta í fyrsta skipti sem annað þeirra staðfestir opinberlega að þau séu kærustupar.

Það eru komnir þrír mánuðir síðan þau stungu fyrst saman nefjum. Það mætti segja að internetið hafi farið á hliðina þegar Kim, 41 árs, og Pete, 28 ára, héldust í hendur í rússíbana í lok október. Í kjölfarið var greint frá því að þau væru aðeins vinir en fljótlega fór sá orðrómur á kreik að þau væru meira en bara vinir. Í lok nóvember birtust myndir af þeim haldast í hendur og síðan þá hafa þau verið mynduð nokkrum sinnum saman.

Þrátt fyrir að vera myndaður í hvert skipti sem hann fer út fyrir hússins dyr þá kippir grínistinn sér ekki upp við það.

„Stundum öskrar einhver eitthvað á mig, eða það er erfitt að fara á Dunkin‘ Donuts. En annars er þetta ágætt, þetta er ekki hræðilegt og gæti verið mikið verra,“ sagði hann við People.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti