fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. janúar 2022 12:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska sjónvarpsstjarnan Lisa Snowdon fagnaði 50 ára afmæli sínu í Sky Lagoon í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum, George Smart, í gær.

Lisa, sem er hvað þekktust sem fyrrum kynnir í raunveruleikaþáttunum Britain’s Next Top Model, hefur verið dugleg að deila myndum og myndböndum úr ferðinni sinni hingað til lands á Instagram-síðu sinni. Þar segist hún til að mynda vera orðin ástfangin af Íslandi.

„Og svo bara sí svona… er ég orðin 50!! Þvílík leið til að fagna því hér á Íslandi í Sky Lagoon!“ segir Lisa í færslu sem hún birti á Instagram í tilefni fimmtugsafmælisins. Þá segir hún að Sky Lagoon sé besti staðurinn sem hún hefur drukkið bjór á og tekur fram að hún og George hafi fengið sér þó nokkra.

Lisa hrósar Sky Lagoon í hástert í færslunni en hún var sérstaklega hrifin af gufubaðinu. „Mest töfrandi gufubað sem ég á ævi minni séð, með risastórum glugga með útsýni beint út á Atlantshafið,“ segir hún og bætir við að þau hjónin munu muna eftir þessum degi að eilífu.

Að lokum segist hún svo elska Ísland. „Iceland we love you!,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lisa Snowdon (@lisa_snowdon)

Lisa er þó búin að fara á fleiri staði en bara í Sky Lagoon hér á landi. Hún fór til að mynda á veitingastaðinn Dill kvöldið fyrir afmælið sitt en hún segir að máltíðin sem hún fékk þar hafi verið „epísk“.

Hjónin gistu á Exeter hótelinu á Tryggvagötu í 101 Reykjavík, Lisa virðist vera ákaflega hrifin af morgunmatnum sem boðið er upp á þar ef marka má myndböndin sem hún birti af honum í Story hjá sér á Instagram.

Þá deildi hún einnig myndböndum af veitingastaðnum Le Kock sem er í sama húsi og hótelið, hún virtist hafa sérstaklega mikinn áhuga á sósunum sem eru á boðstólnum þar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lisa Snowdon (@lisa_snowdon)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sylwia var fjallkonan í ár – ,,Ég vissi ekki hvernig íslenskt samfélag myndi bregðast við“

Sylwia var fjallkonan í ár – ,,Ég vissi ekki hvernig íslenskt samfélag myndi bregðast við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um golf

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um golf