fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Sakamál: Örlagarík útilega og átök með skærum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. janúar 2022 20:00

Rachel og Todd Winkler. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið virtist lengi brosa við hjónunum Todd og Rachel Winkler. Þau giftust árið 2005 eftir fremur stutt kynni, svo stutt, að föður Rachel, Don Hatfield, þótti nóg um og spurði dóttur sína hvort hún vildi ekki fara aðeins hægar í sakirnar.

En Rachel sagði að Todd væri staðráðinn í því að verða fjölskyldumaður og markmið þeirra færu saman. Þess má geta að Don Hatfield er virtur listmálari og dóttir hans, Rachel, hafði líka hæfileika á því sviði. Hún einbeitti sér hins vegar að viðskiptum og vegnaði vel.

Todd Winkler var fyrrverandi orustuflugmaður en starfaði nú sem stjórnandi í lyfjageiranum. Hann og Rachel settust að í ríkmannlegum bæ, Cameron Park, í Kaliforníu í Bandaríkjunum og eignuðust þrjú börn með stuttu millibili.

Þó að allt liti vel út á yfirborðinu voru komnir miklir brestir í sambandið árið 2012 þegar mikill harmleikur átti sér stað. Todd var mikið að heiman vegna starfa sinna og Rachel kvartaði undan því að hann væri sjálfhverfur og sinnti hvorki henni né börnunum.

Tók hún upp samband við annan mann og um síðir krafðist hún skilnaðar frá Todd.

Símtal í Neyðarlínuna

Þann 27. febrúar árið 2012 barst Neyðarlínuna símtal þess efnis að eitthvað hræðilet hefði gerst á heimili Winkler-hjónanna. Er lögregla kom á vettvang sat Todd úti fyrir dyrum húss síns og tjáði lögreglumönnunum að konan hans væri látin innandyra. Börnunum þremur hafði hann komið fyrir hjá nágrönnum.

Rachel Winkler var vissulega látin og hafði hún verið stungin. Todd sagðist hafa orðið henni að bana en það hefði verið í sjálfsvörn. Rachel hefði ráðist á hann með skærum, hann hafi reynt að yfirbuga hana og afvopna en það hafi reynst erfitt því hún hefði verið mjög sterk. Á endanum hafi hann stungið hana. Todd sýndi lögreglumönnunum sár á höndum sínum.

Hann var handtekinn og ákærður fyrir morð.

Hin eiginkonan

Við húsleit lögreglu á heimili Winkler hjónanna fundu lögreglumenn ílát með ösku. Á daginn kom að hún tilheyrði fyrri eiginkonu Todd, Catherine Winkler. Þau giftust árið 1991, þegar Todd var í flughernum. Árið 1999 lét hún lífið í bílsslysi sem Todd komst ómeiddur frá. Bíllinn lenti utan vegar og brann.

Todd útskýrði fyrir lögreglumönnum að þau hjónin hefðu verið í útilegu og hann hefði verið bitinn af skordýri. Catherine hefði ekið honum til læknis og hefði ekið svo hratt að hún hefði misst stjórn á bílnum.

Úrskurðað var að atvikið hefði verið slys en þó voru einhverjir rannsóknarlögreglumenn sem unnu að málinu sem voru tortryggnir í garð Todd. Þeir báru vitni í réttarhöldunum vegna dauða Rachel.

Hvað sem því líður voru þær skýringar Todd að hann hefði banað Rachel í sjálfsvörn ekki teknar trúanlegar og í október ári 2014 var hann fundinn sekur um morð. Var hann dæmdur í 26 ára fangelsi. Todd Winkler er enn í fangelsi í dag. Margir gruna hann um að hafa framið tvö morð um ævina en ekki eitt, þ.e. að hann hafi einnig myrt fyrri eiginkonu sína, Catherine, en hann verður ekki lögsóttur vegna dauða hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni