fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Svona lítur sterkasta fimm ára barn í heimi út 13 árum eftir að hann komst í heimsmetabókina

Fókus
Föstudaginn 7. janúar 2022 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giuliano Stroe frá Rúmeníu var aðeins fimm ára gamall þegar hann vakti heimsathygli er hann var árið 2009 skráður í heimsmetabók Guinness eftir að hann sló met fyrir hröðustu 10 metranna gengna á höndum með þungan bolta á milli fótanna. Hann var í fjölmiðlum titlaður „sterkasta barn í heimi“.

Hann komst aftur á síður heimsmetabókarinnar ári síðar þegar hann sló met fyrir flestar 90 gráður armbeygjur – en í því felst að gera armbeygjur án þess að fæturnir snerti jörðina.

Hann hefur einnig slegið þó nokkur önnur met.

Hann varð þekktur fyrir að vera meðal yngstu methafa og stunda vaxtarrækt af miklum móð en hann lyfti þungum lóðum til að byggja upp tvíhöfða og brjóstvöðva. Faðir hans var nokkuð gagnrýndur í kjölfarið enda þótti Giuliano helst til ungur til að vera í vaxtarrækt. En faðir hans tók gagnrýninni ekki nærri sér. Í viðtali sagði hann: „Einhver sagði mér eitt sinn að þetta komi í veg fyrir að hann stækki en það eru engar sannanir fyrir því. Jafnvel blóm heldur áfram að vaxa þó þú setjir eitthvað á það. Þetta er náttúrulegur vöxtur.“

Giuliano verður 18 ára í sumar og má sjá á myndinni hér fyrir neðan hvernig hann lítur út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusViðtalið
Fyrir 3 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie
Fókus
Fyrir 4 dögum

Innlit á heimili Travis Barker

Innlit á heimili Travis Barker
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“