fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Fann lista klámstjörnukærastans – Gaf hverri konu einkunn

Fókus
Sunnudaginn 26. september 2021 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Hún fann nafnalista í eigu kærasta síns. Þetta var enginn venjulegur nafnalisti, heldur nöfn yfir konur sem kærastinn hefur sofið hjá. Hann hafði auk þess gefið hverri konu einkunn út frá frammistöðu.

„Hann gaf konunum einkunn frá 1-10. Ég velti því fyrir mér hvaða einkunn hann hafði gefið mér,“ segir konan.

Kærastinn er 52 ára. „Hann er fyrrverandi klámstjarna en hefur aldrei skuldbundið sig fyrr en nú með mér. Hann þénaði gífurlega í klámbransanum og ákvað að kaupa strippstað og hætta í klámi. Ég er 41 árs og kynntist honum þegar ég sótti um að vera þjónustustúlka á staðnum,“ segir hún.

„Ég er mjög venjuleg. Einhleyp móðir með nítján ára barn og hef alltaf búið í blokkaríbúð. En ég fékk vinnuna á staðnum og fannst loksins einhver trúa á mig. Ég hef áður verið í sambandi með karlmönnum sem notuðu mig og beittu mig ofbeldi.“

Konan segir að nýi yfirmaður hennar hefði verið heillandi. „Hann hafði áhuga á mér og bað mig um að vera eftir eitt kvöldið. Við fengum okkur drykk saman eftir að allir voru farnir heim […] Við kysstumst og stunduðum síðan kynlíf í bakherbergi staðarins.“

Konan segir að maðurinn hefði verið „vel af Guði gerður“ að neðan. „Ég skildi það vel af hverju hann væri svona vinsæll hjá dömunum.“

Þau byrjuðu fljótlega saman og eftir tvo mánuði flutti hún inn í „fínu íbúðina hans.“

„Hann sagðist aldrei hafa elskað neinn eins og mig og hann langaði að giftast mér og eignast börn með mér.“

Uppgötvunin

„Ég var nýlega að leita að penna til að skrifa niður heimilisfang þegar ég fann listann í svefnherberginu. Það voru mörg gervileg nöfn eins og Bunny og Velvet, greinilega klámstjörnur. Hann hafði einnig gefið hverri konu einkunn. Hann greinilega stundaði kynlíf með þeim,“ segir hún.

„Mér finnst ég svo leiðinleg miðað við þær. Ég er ekki mjög ævintýragjörn. Það væri frábært að gefa honum börnin sem hann vill en tíminn er að renna út, ég verð ekkert yngri. En í hvert skipti sem við sofum saman þá hugsa ég um listann.“

Deidre svarar

Deidre svarar konunni. „Hafðu smá trú á honum. Hann valdi þig. Þessi listi er merkingarlaus. Þú ert eina manneskjan sem skiptir máli. Hann elskar þig fyrir að vera þú og kynlíf á tökustað verður aldrei jafn gott og að njóta ásta í góðu sambandi,“ segir hún.

„Að eignast börn er stórt skref og vertu viss um að þú sért tilbúin í það. Ekki hugsa bara um það sem honum finnst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kynlífsráðin sem Gwyneth Paltrow gefur börnum sínum – „Ég reyni að vera bara forvitin“

Kynlífsráðin sem Gwyneth Paltrow gefur börnum sínum – „Ég reyni að vera bara forvitin“
Fókus
Í gær

Scott Disick neitar að vera í sama herbergi og Travis Barker – Hélt að hann og Kourtney ættu séns

Scott Disick neitar að vera í sama herbergi og Travis Barker – Hélt að hann og Kourtney ættu séns
Fókus
Í gær

Hanna Björg um KSÍ-málið – „Ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram“

Hanna Björg um KSÍ-málið – „Ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram“
Fókus
Í gær

Vinsælasta barnaleikrit landsins snýr aftur á svið von bráðar

Vinsælasta barnaleikrit landsins snýr aftur á svið von bráðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mamma kærastans kom óvart upp um framhjáhaldið

Mamma kærastans kom óvart upp um framhjáhaldið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé birti mynd af sér í flegnum kjól – Ókunnugar konur sögðu henni að það sæist of mikið í brjóstin hennar

Linda Pé birti mynd af sér í flegnum kjól – Ókunnugar konur sögðu henni að það sæist of mikið í brjóstin hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útvarpsstjarna og útgáfustjóri selja glæsilegt sumarhús við Skorradalsvatn

Útvarpsstjarna og útgáfustjóri selja glæsilegt sumarhús við Skorradalsvatn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að deila hjartnæmum brúðkaupsmyndum – Fékk holskeflu ljótra athugasemda

Ætlaði að deila hjartnæmum brúðkaupsmyndum – Fékk holskeflu ljótra athugasemda