fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Stella snýr aftur – Sjáðu nýjustu stikluna úr annari þáttaröð Stellu Blómkvist

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingurinn Stella Blómkvist snýr aftur í Sjónvarpi Símans Premium í annari þáttaröð samnefndra þátta. Þættirnir byggja á á bókaflokknum eftir hinn dularfulla höfund sem titlar sig eftir aðalsöguhetjunni en raunverulegt nafn höfundar er sennilega best geymda leyndarmál Íslandssögunnar.

„Fyrsta þáttaröðin af Stellu Blómkvist fékk gríðarlega góðar viðtökur í Sjónvarpi Símans Premium haustið 2016 og var þá fyrsta leikna íslenska þáttaröðin til að vera aðgengileg í heilu lagi á streymisveitu á Íslandi,“ segir í tilkynningu.

„Stella Blómkvist snýr nú aftur á skjáinn í glænýrri þáttaröð þar sem við fylgjum sem fyrr eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum.“

Tvö ár hafa liðið frá atburðum fyrstu þáttaraðar og nú þarf Stella aftur að nýta hæfileika sína til að leysa þrjú ólík mál og sogast aftur inn í hringiðu glæpa og stjórnmála. Þættirnir lenda í Sjónvarpi Símans Premium 30. september svo landsmenn geta slakað á yfir þáttunum að Alþingiskosningunum 25. september afloknum og gleymt sér um stund.

Í tilkynningu segir:

„Nú, tveimur árum eftir örlagaríku atburðina í Stjórnarráðinu úr fyrstu þáttaröðinni er Stella Blómkvist enn að harka sem lögfræðingur. Dagbjört er forsætisráðherra eftir afgerandi kosningasigur og við blasir gjörbreytt Ísland. Líkt og í fyrri þáttaröð þarf Stella að leysa þrjú ólík mál með aðstoð vina sinna Gunnu og Ragga en fyrr en varir sogast hún aftur inn í siðspillta hringiðu glæpa og stjórnmála, þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og samviskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst.

Þættirnir eru sex talsins og eru þeir byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist.

Sagafilm stendur að baki framleiðslunni en þáttunum er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Heiða Rún Sigurðardóttir, einnig þekkt sem Heida Reed fer með hlutverk Stellu sem fyrr. Heiða er einna þekktust fyrir að leika eitt aðalhlutverkanna í bresku þáttunum Poldark og nú í haust sjáum við hana einnig í aðalhlutverki í glænýrri þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem kallast FBI International og er hluti af FBI þáttaröðunum sem hafa hlotið miklar vinsældir á Íslandi. 

Í öðrum hlutverkum eru þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. Handritið er skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Árni Filippusson og Þór Elíason skutu.  

Önnur þáttaröðin af Stellu Blómkvist kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 30.september.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“