fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fókus

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

Fókus
Þriðjudaginn 14. september 2021 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur hafa mismikla kynhvöt að eðlisfari og það er ekkert óeðlilegt við það. Hins vegar geta áhyggjur vaknað þegar skyndilega dregur úr kynhvötinni og því er ágætt að hafa einhverja hugmynd um hvaða ástæður geta verið fyrir þessari breytingu.

Samkvæmt umfjöllun Metro geta eftirfarandi fimm ástæður skýrt breytingar á kynhvöt kvenna en umfjöllunin er byggð á samtölum við lækninn Rhiönnu McClymont sem er yfirlæknir á frjósemisstofunni Livi og sálfræðinginn Beatrice Lindéh.

1 Getnaðarvarnir

„Allar getnaðarvarnir sem innihalda hormón, eins og pillan eða hormónalykkjan geta haft áhrif á hormónabúskap þinn og þar með haft áhrif á kynhvöt,“ segir McClymont.

Hún segir að lausnin sé ekki að hætta notkun getnaðarvarna. Þó svo þig langi minna til að stunda kynlíf þá sé samt áfram mikilvægt að setja öryggið á oddinn.

Hún segir að oft taki það nokkra mánuði fyrir líkamann að venjast nýrri getnaðarvörn og svo stundum leysist þessi vandi að sjálfu sér. En ef engar breytingar verða að nokkrum mánuðum liðnum þá er langbest að hafa samband við heimilislækni eða kvensjúkdómalækni og ræða við hann um aðra möguleika til að fyrirbyggja þungun.

2 Sambandserfiðleikar

„Ástandið í sambandinu þínu getur haft mikil áhrif á kynhvötina þína,“ segir Beatrice. „Kynhvötin á uppruna sinn í huga okkar svo ef þér líður illa þá gæti kynhvötin þín verið minni. Samband þar sem erfiðleikar eru til staðar sem ekki hefur verið tekið á getur valdið því að líkaminn glati allri kynhvöt vegna streitu.“

Beatrice segir að engin skyndilausn sé til við þessum vanda. Ef um viðvarandi erfiðleika í sambandi er að ræða þá þurfi að horfast í augu við þá og taka á þeim, svo sem með því að leita í sambandsráðgjöf.

3 Andlega heilsan

Beatrice segir að þunglyndi, kvíði og streita geti drepið kynhvötina. Þarna sé heldur engin skyndilausn sem virki. Best sé að ræða við fagaðila um samtalsmeðferð og hvort að ástæða sé til skoða geðlyf.

Beatrice mælir með því að reyna að finna leið til að viðhalda líkamlegri nánd í sambandinu, án þess að um kynlíf sé að ræða, til að halda sambandinu sterku á meðan kynhvötin tekur dýfu.

„Faðmlög, að fara saman í sturtu eða bara að liggja saman nakin upp í rúmi getur verið alveg nóg um hríð og gert ykkur kleyft að viðhalda nánd þar til kynhvötin nær sér aftur á strik.“

4 Eftir barnsburð

„Eftir barnsburð er fullkomlega eðlilegt að kynhvötin minnki samhliða því sem dregur úr framleiðslu estrógens í líkamanum,“ segir McClymont. „Kynhvötin getur minnkað sérstaklega mikið hjá konum sem hafa átt erfiða fæðingu – til dæmis lent í áfalli eða rifnað – því það getur gert samfarir sársaukafullar.“

Í slíkum tilvikum mælir Beatrice með eftirfarandi: „Reyndu að eyða tíma með maka þínum þar sem þið einbeitið ykkur að líkamlegri nánd án þess að hún þurfi að enda með samförum. Lesið kynferðislegar sögur hvort fyrir annað eða liggið saman uppi í rúmi.“

5 Lyf

Sum lyfseðilsskyld lyf hafa þá aukaverkun að það dregur úr kynhvöt, svo ef þú finnur fyrir minni kynhvöt athugaðu þá hvort þú getir tengt það við lyf sem þú ert mögulega að taka.

McClymont segir að það sé algengt að geðdeyfðarlyf, sterar og blóðþrýstingslyf hafi áhrif á kynhvöt.

Ef þú telur að lyf hafi áhrif á kynhvötina þína, og kærir þig síður um það, þá mælir McClymont með að þú ræðir það við lækninn þinn. Í sumum tilvikum gæti verið hægt að finna önnur lyf með svipaða eða sömu virkni sem ekki hafa þessi áhrif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Selur jóladagatal með íslensku matarhandverki – „Það sniðugasta sem mér hefur dottið í hug á ævinni“

Selur jóladagatal með íslensku matarhandverki – „Það sniðugasta sem mér hefur dottið í hug á ævinni“
Fókus
Í gær

Unnar segir að foreldrar barnanna hafi staðið með gerandanum – Skipaði stúlku að afklæða sig af því hann ætlaði að fitumæla hana

Unnar segir að foreldrar barnanna hafi staðið með gerandanum – Skipaði stúlku að afklæða sig af því hann ætlaði að fitumæla hana
Fókus
Fyrir 2 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Noel Gallagher segir þetta hafa verið upphafið að deilum bræðranna

Noel Gallagher segir þetta hafa verið upphafið að deilum bræðranna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi stolt nýja tattúið – En allir segja það líkjast einu mjög dónalegu

Sýndi stolt nýja tattúið – En allir segja það líkjast einu mjög dónalegu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta lagið af sólóplötu Katrínar Halldóru komið út

Fyrsta lagið af sólóplötu Katrínar Halldóru komið út