fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Fókus
Mánudaginn 13. september 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur sem heita Karen hafa undanfarið harðlega mótmælt nýjum gjafavörum og tækifæriskortum sem eru til sölu í netversluninni Love Layla í Yorkshire, Bretlandi,  og krefjast þær þess að vörurnar verði undir eins teknar úr sölu.

Undanfarin ári hefur nafnið Karen fengið á sig neikvæða merkingu eftir að það varð að samheiti yfir forréttindablindar konur sem heimta að fá að ræða við yfirmann og gera gjarnan lítið úr starfsfólki sem ekki er tilbúið að láta undan stálvilja þeirra.

Þetta hefur orðið til þess að breskur hópur kvenna sem heita Karen hafa snúið bökum saman til að mótmæla því að þessi neikvæða ímynd á nafni þeirra sé notuð í hagnaðarskyni.

Í netversluninni Love Layla er nú hægt að versla penna, nælur, kort og fleira með áletruninni „grjóthaltu kjafti Karen“ (e. shut the fuck up Karen) og bolla með áletruninni „Ekki vera Karen“, svo dæmi séu tekin.

Karen Lewis frá Leeds segir „Að vera uppnefnd með þessum hætti er pirrandi og ég held persónulega að ég sé ekki það mikil Karen. Að mínu mati felst opinber smánun í því að setja allar Karenar undir þennan sama hatt og þessar vörur, þó þær eiga að vera fyndnar, ýta undir þetta. Þetta getur verið mjög móðgandi dagsdaglega svo sem þegar fólk heldur að það sé í lagi að kalla nafn þitt fyrir enga sérstaka ástæðu umfram þá að þeim finnst það fyndið. Ef eitthvað þá hefur þessi Karenar-hreyfing gert mig meira meðvitaða og ef ég þarf að kvarta undan einhverju í dag þá finnst mér mjög erfitt að gera það.“

Eigandi verslunarinnar Love Layla, Stacey Dennis, segir að hún hafi fengið gífurlegt magn af reiðisímtölum og skilaboðum frá konum sem heita Karen.

„Við erum búin að fá ótrúlega mikið af skilaboðum frá reiðum Karenum sem heimta stundum að fá að tala við stjórnendur til að kvarta undan því að við séum að selja hluti með nafninu þeirra á. Sumar þeirra hafa án efa fengið sendar eða verið gefnar vörur sem við seljum frá vinum eða vinnufélögum í gríni, en eftir undanfarna 18 mánuði þá megum við öll við smá gríni í lífið.

Þær virðast telja að vörurnar okkar séu móðgandi og dónalegar í þeirra garð. Við sjáum þetta bara sem eitthvað skemmtilegt – og það gera viðskiptavinir okar líka en þeir hafa keypt upp allan lagerinn af einni Karenar vörunni í tvígang núna.“

Love Layla hefur ákveðið að bregðast við mótmælum Karenanna með því að koma upp sérstöku netfangi sem þær geta sent kvartanir sínar á. Netfangið er: canIspeaktoyourmanager@lovelayla.co.uk

Heimild : Daily Star

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar