fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Vikan: Frambjóðendur voru spurðir hvort þeir hefðu prófað eiturlyf – „Ég vona að börnin mín séu ekki að horfa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. september 2021 21:26

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíhöfðabræðurnir Sigurjón og Jón grilluðu frambjóðendur til Alþingiskosninganna með ýmsum persónulegum spurningum í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV.

Meðal annars voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu prófað eiturlyf, eða ólögleg fíkniefni. „Ég vona að börnin mín séu ekki að horfa,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og sagði jafnframt: „Stutta svarið er já.“

„Já, það hef ég gert,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Hún vildi síðan ekki fara nánar út í það og sagði nei þegar hún var spurð hvort hún mælti með einhverju sérstöku.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist hafa prófað kannabis. „Ég var býsna lélegur hassreykingamaður, það hentaði mér betur að drekka brennivín í kók.“

Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, sagðist hafa prófað kannabis.

Meðal þeirra sem sögðust aldrei hafa prófað fíkniefni voru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Bjarni svaraði öðruvísi en 2017

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist hafa prófað kannabis. „Ég hef tekið smók, það var á háskólaárunum, en það var nú ekki meira en það,“ sagði Bjarni en viðurkenndi að hann hefði tekið smókinn ofan í sig.

Þess má geta að DV spurði Bjarna Benediktsson sömu spurningar árið 2017 og sagði hann þá nei, hann hefði ekki prófað kannabis. Sjá hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku