fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Öfgar ætla í helgarfrí „eftir sturlað álag“

Fókus
Föstudaginn 10. september 2021 17:30

Forvarnarhópurinn Bleiki Fíllinn og Öfgar boðuðu til samstöðufundar með þolendum fimmtudaginn 2. september í Laugardalnum við höfuðstöðvar KSÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistahópurinn Öfgar ætlar í helgarfrí. Það er búið að vera mikið að gera hjá hópnum undanfarnar vikur og mikið álag og áreiti á meðlimi.

Það er óhætt að segja að meðlimir Öfga hafa verið á milli tannanna á landsmönnum undanfarið. Þær eru róttækar og berjast gegn nauðgunarmenningu og feðraveldinu.

Sjá einnig: Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök

Hópurinn olli talsverðum usla þegar hann birti nafnlausar frásagnir kvenna og stúlkna af áreitni og ofbeldi tónlistarmanns. Þær hafa einnig látið hátt í sér heyra varðandi mál landsliðsmannsin Kolbeins Sigþórssonar og stjórn KSÍ. Þær boðuðu til mótmæla í síðustu viku fyrir landsleik karlalandsliðsins í knattspyrnu og samstöðufundar á miðvikudaginn síðastliðinn ásamt forvarahópnum Bleika fílnum.

Sjá einnig: Öfgar skora á Áslaugu að reka Helga – „Þetta er ekki afmarkað tilfelli“

Eins og áður segir hópurinn látið til sín taka í mörgum málum og því hefur álagið að þeirra sögn verið gríðarlegt.

„Við í Öfgum ætlum að taka okkur helgarfrí eftir sturlað álag síðustu vikur. Við munum því svara skilaboðum sjaldnar en vanalega á miðlunum okkar og ekki hrærast í stórum verkefnum. Þið getið samt alltaf sent á okkur! Verðum virkar á TikTok – endilega fylgist með þar,“ skrifar stjórn hópsins á Twitter-síðu Öfga.

Stjórn Öfga skipa Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir.

Hér getur þú fylgst með Öfgum á TikTok.

@ofgarofgarÞetta útskýrir sig sjálft. ##íslenskt ##íslensktiktok♬ Whistle stop and move by wuki – wüki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni