fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Sósíalistinn María opnar sig um áföllin sem mótuðu hana: „Ég var á þessum tíma bara barn að jarða barnið mitt“

Fókus
Mánudaginn 2. ágúst 2021 17:20

María Pétursdóttir / Mynd af vef Sósíalistaflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Móðursystir mín kynnti mig fyrir þeim Marx og Lenín þegar ég var krakki, en ég var þá strax mjög meðvituð um að ég væri vinstrisinnuð. Réttlætiskenndin var stundum að gera út af við mig, eins og á við mörg börn. Börn skynja vel óréttlætið enda eru þau oft valdalítil og í vörn,“ segir María Pétursdóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi í áhugaverðu viðtali sem birt var á heimasíðu flokksins.

Þar kemur fram að María hafi hafið afskipti af stéttabaráttu í kjölfar langa kennaraverkfallsins 1983. Þá var gengið fellt daginn eftir að samningar náðust. „Ég var tólf ára, lokaði að mér inn í eldhúsi með símaskrána og hringdi í Jóhannes Norðdal seðlabankastjóra til að spyrja hann hvort hann gæti lifað á kennaralaunum móður minnar”.

Í viðtalinu ræðir María opinskátt margskonar áföll sem hafa mótað lífshlaup hennar. Hún átti þó góða æsku en á unglingsárunum dró skugga fyrir sólu.

Vandræðaunglingur eftir ofbeldi

„Mér finnst stundum í minningunni eins og ég hafi orðið fyrir loftsteini þegar ég varð unglingur en það var auðvitað ekki svo,“ segir María. „Ég varð fyrir grófu kynferðisofbeldi sem hafði gríðarleg áhrif á mig og fjölskylduna.“

„Ég breyttist í vandræðaungling á einni nóttu. Ég var þessi krakki sem lögreglan auglýsti eftir og leitaði að um nætur. Ég forðaðist fólkið mitt en gat líka komið heim með aðra krakka sem voru í svipuðum sporum, álíka brotnir. Ég svaf í húsaskotum, við tókum yfir hús sem voru yfirgefin, sum eftir bruna.

Ég var rekin úr skólanum þegar ég var í 8. bekk fyrir að rífa kjaft og vilja ekki læra. En það var auðvitað fyrst og fremst gríðarleg vanlíðan sem hráði mig. Ég gerði mér illa grein fyrir ofbeldinu sem ég hafði orðið fyrir og lokaði á það en var ofboðslega reið án þess að ná að setja atburðina í orð.“

Að hennar mati er það fjarðstæðukennt að ætlast til þess að fórnarlömb slíks ofbeldis geti kært verknaðinn tafarlaust.

„Afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið hryllilegar og ég skil ekki þá kröfu sem sett er á ungt fólk og unglinga að þau kæri ofbeldið strax. Það er ekki hægt að kæra ofbeldi sem maður getur ekki sagt frá eða nær ekki utan um í huganum, eitthvað sem maður getur ekki horfst í augu við. Og á þessum tíma var ekki ætlast til að nokkur talaði um eigin mál, eigin reynslu, sársauka eða áföll.

Dóttirin kom eins og gestur

María kynntist barnsföður sínum ung að aldrei og fyrst um sinn bjó unga parið í kjallaranum hjá foreldrum hennar þegar dóttir þeirra fæddist undir lok janúar 1990. „Hún kom eins og gestur,“ segir María en einn kaldan morgun í byrjun marsmánaðar var hún farin aftur. „Þetta var ekki auðveldur tími fyrir fjölskylduna og margt í kjölfarið sem ég man bara ekkert mjög vel eftir enda var ég á þessum tíma bara barn að jarða barnið mitt.“

Hún segist hafa upplifað gríðarlega sektartilfinningu sem hafi elt hana lengi. „Mér fannst ég ekki hafa verið nógu góð mamma og að barnið mitt hafi bara ekki viljað vera hjá mér. Svo komu allar þessar kenningar um vöggudauða og hvort barnið hafi átt að sofa á maganum eða bakinu. Maður reynir að finna skýringar á óútskýranlegum atburðum og óhjákvæmilega byrjar fólk að spyrja sig hvað það hefði getað gert öðruvísi.·

Hún segist líka oft hafa fengið þá spurningu í kjölfar þessarar sorgar hvers vegna hún hafi ekki misst vitið eða farið inn á geðdeild. „Fólk spyr þannig af því það heldur að það sé að sýna hluttekningu, en ég upplifði bara enn meiri sektarkennd við það. Sektarkennd yfir því að vera ekki orðin geðveik,“ segir María.

Óhætt er að mæla með lestri viðtalsins en í því fer María yfir lífshlaup sitt og ræðir meðal annars baráttu sína við vefjagigt, sem hún telur tilkomna eftir áföllin, sem og glímuna við MS-sjúkdóminn sem hún greindist með aðeins 28 ára gömul.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Bæjarfulltrúi kvaddi vini og vandamenn með færslu frá Leifsstöð – Átti flug daginn eftir

Bæjarfulltrúi kvaddi vini og vandamenn með færslu frá Leifsstöð – Átti flug daginn eftir
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Björg um KSÍ-málið – „Ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram“

Hanna Björg um KSÍ-málið – „Ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matur og heimili: Bragðlaukar kitlaðir í gamalli stálsmiðju og matarmenning frá Ísrael

Matur og heimili: Bragðlaukar kitlaðir í gamalli stálsmiðju og matarmenning frá Ísrael
Fókus
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjarna og útgáfustjóri selja glæsilegt sumarhús við Skorradalsvatn

Útvarpsstjarna og útgáfustjóri selja glæsilegt sumarhús við Skorradalsvatn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta ástæðuna fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti

Segir þetta ástæðuna fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Verðmiðinn á kaffibolla á veitingastað SaltBae það nýjasta til að vekja reiði

Verðmiðinn á kaffibolla á veitingastað SaltBae það nýjasta til að vekja reiði