Þessa stundina eru allra augu á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó. En þrátt fyrir það fær almenningur ekki að skyggnast inn í það sem á sér stað í sjálfu Ólympíuþorpinu, þar sem keppendur mótsins dvelja. Um árabil hafa miklar sögusagnir um kynsvall keppendanna sprottið upp. Allt frá skyndikynnum yfir í orgíur. Mirror fjallar um málið.
Kynlífið hefur meira að segja orðið svo mikið að skipuleggjendur hafa þurft að bregðast við, til að mynda eru rúmin hönnuð til að bera ekki fleiri en þrjá, til að koma í veg fyrir trekanta. Skipuleggjendurnir virðast þó einnig hafa gefist upp í baráttunni við kynlífið og einbeita sér frekar að getnaðarvörnum með því að gefa þeim sem dveljast í þorpinu smokka.
Þegar fyrrverandi ólympíufarinn og hástökkvarinn Susen Tiedtke var spurð út í rúmin sagði hún þau vera „algjört djók“.
„Þetta mun aldrei virka. Kynlíf verður alltaf risastórt vandamál í Ólympíuþorpinu. Íþróttafólkið er í algjöru toppformi á leikunum. Þegar fólk er búið að ljúka keppni vill það losa smá orku úr læðingi,“
Líkt og áður segir hafa orðrómar um kynsvallið verið til staðar í mörg ár, en margir rekja það til leikanna í Barcelona 1992. Borðtenniskappinn Matthew Syed keppti á þeim leikum og sagði að hann hafi stundað mjög mikið kynlíf á meðan leikunum stóð. Hann segir að hver einasti kynlíforðrómur frá Ólympíuleikunum sé sannur. „Fyrir marga hreina sveina eins og mig snerust leikarnir jafn mikið um kynlíf og íþróttir.“
Sumir segja að leikarnir hefjist í raun eftir lokaathöfnina, því þá fari allir að stunda kynlíf. Þá gisti keppendur gjarnan ekki í eigin herbergjum og ef þeir eru uppteknir við kynlíf hengi þeir sokk á hurðarhúninn til að fá næði.
Kynlífið á sér þó ekki bara stað inni á herbergjum keppenda heldur eru slúðursögur um kynsvall úti á svölum Ólympíuþorpsins og á fleiri stöðum.
Til að mynda hefur einn ólympíufari greint frá því þegar sex keppendur frá Þýskalandi, Kanada og Austurríki hoppuðu saman í heitan pott og fóru í orgíu á Vetrarólympíuleikunum árið 2010. Og annar keppandi hefur haldið því fram að hann hafi sofið hjá heimsfrægri stórstjörnu.
„Íþróttafólk er öfgafólk,“ sagði bandaríska knattspyrnustjarnan Hope Solo. „Fólkið sem fer á Ólympíuleikanna fær dýrmætt tækifæri. Það vill búa til minningar, hvort sem þær eru partýstand eða eitthvað kynferðislegt,“ sagði hún og bætir við: „Ég hef séð fólk stunda kynlíf í almenningi, úti á túni, milli bygginga, nefndu það,“
Á Ólympíuleikunum í London 2012 var kynsvallið mikið. Ónefndur breskur karlkyns keppandi opnaði sig um það í fjölmiðlum. Hann sagðist hafa farið í ferkant með tveimur konum og liðsfélaga á sameiginlegu svæði keppenda.
„Þú getur sofið hjá nýrri konu á hverju kvöldi leikanna ef þú vilt það. Sérstaklega ef þú ert einn í herbergi eins og sumir.“
Keppandinn sagði þá að bandarískir keppendur væru helst til í tuskið og á eftir þeim kæmu Austur-Evrópubúar.