fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. júlí 2021 22:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Britney Spears vakti mikla athygli um helgina þegar hún birti tvær berbrjósta myndir af sér á samfélagsmiðlinum Instagram. Myndirnar hafa gjörsamlega gert allt vitlaust í aðdáendahópum söngkonunnar. Aðdáendur hennar hafa skoðað myndirnar tvær í þaula og eru margir á því að hún sé að senda hulin skilaboð með birtingu þeirra.

Þegar Britney var 26 ára gömul var hún svipt sjálfræði. Jamie Spears, faðir hennar, var settur við stjórnvöllinn í lífi hennar sem lögráðamaður en undanfarið hefur Britney barist fyrir því að losna undan stjórn föður síns. Í nánast hvert skipti sem Britney birtir eitthvað á samfélagsmiðlum keppast aðdáendur hennar við að lesa í myndirnar og finna oftar en ekki eitthvað sem gæti verið túlkað sem hulin skilaboð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Aðdáendur Britney eru að sjálfsögðu með margar hugmyndir um það hvað býr að baki brjóstamyndanna. Einhverjir eru á því að hún sé að berjast fyrir því að fá að laga neglurnar sínar en á myndunum má sjá að þær gætu verið í betra ásigkomulagi. Britney sagði fyrr í þessum mánuði frá því hvernig henni hefur verið bannað að laga neglurnar sínar í heilt ár. „Ég er ekki búin að fá að fara í neglur í heilt ár – engar hárgreiðslur, engin nudd og engar nálastungumeðgerðir. Ekkert í heilt ár, ég sá þjónustukonurnar í húsinu mínu með nýjar neglur í hverri viku.“

Mótmæli eða vísbending um nýjan starfsferil?

Þá er önnur kenning á borði aðdáenda Britney en það er að söngkonan sé að mótmæla brjóstahaldarareglu föður síns. Árið 2010 var greint frá því að Jamie hafi bannað dóttur sinni að fara út án þess að vera í brjóstahaldara. „Hann hatar myndir af henni þar sem sést í geirvörturnar hennar svo hann bannaði henni að fara úr húsinu án brjóstahaldara,“ sagði heimildarmaður The Sun á sínum tíma um málið.

Einhverjir aðdáendur Britney telja að hún sé að senda föður sínum skýr skilaboð með myndunum. „Eitt af því sem pabbi hennar gerði á fyrstu árunum eftir að hún missti sjálfræðið var að krefjast þess að hún gangi um í brjóstahaldara því það voru teknar svo margar myndir af henni þar sem hún var ekki í brjóstahaldara – sem er bara klikkað að hugsa um. Mér líður eins og þetta sé risastórt „fuck you“ merki til hans vegna þess.“

Þá telja aðrir aðdáendur að Britney sé með myndunum að gefa vísbendingu um nýjan starfsferil. Aðdáendurnir vilja meina að hún gæti verið að byrja með reikning á hinni vinsælu en um leið umdeildu vefsíðu OnlyFans. „Er hún að fara að opna OnlyFans reikning bráðlega?“ spyr til dæmis einn og fleiri taka undir.

„Það er verið að láta aðdáendurna halda að hún sé í raun og veru frjáls“

Ekki eru allir á sama máli um það hvort Britney sé í raun og veru sjálf á bakvið birtingu myndanna. Einhverjir telja að hún hafi verið látin birta þær til að láta aðdáendur sína halda að nú sé hún frjáls en undanfarið hefur verið barist fyrir frelsi hennar undir myllumerkinu #FreeBritney. „Það er verið að láta aðdáendurna halda að hún sé í raun og veru frjáls,“ segir til að mynda einn aðdáandi hennar. „Þau létu hana taka þessar myndir fyrir löngu og hugsuðu um að birta þær núna til að eyðileggja baráttu hennar fyrir frelsi sínu,“ segir annar.

Aðrir trúa því þó að Britney hafi sjálf birt myndirnar. „Ef við gerum ráð fyrir því að hún hafi birt þetta sjálf þá gæti verið hægt að túlka seinni myndina sem merki til þeirra sem hafa sagt henni að slaka á og vera róleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig