fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan

Fókus
Mánudaginn 26. júlí 2021 17:15

Birgitta Líf Björnsdóttir. Mynd: Instagram/@birgittalif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og skemmtistaðareigandinn Birgitta Líf Björnsdóttir er nýbúin að endurheimta Instagram-reikning sinn úr höndum hakkara og er strax farin að valda usla á miðlinum. Þannig birti hún á dögunum fallega sjálfu af sér þar sem hún var stödd inná klósetti á ónefndri World Class-líkamsræktarstöð. Þá birti hún einnig myndband þar sem sjá mátti að hún hafði dundað sér drjúga stund við að maka á sig brúnkukremi frá samstarfsaðila inni á klósettinu. Glöggir netverjar ráku augun í að Birgitta Líf var stödd inn á klósetti sem er ætlað fötluðum gestum stöðvarinnar og þá hófst stormurinn.

Einn fylgjandi Birgittu Lífar benti henni á að henni væri misboðið yfir myndinni. „Eldra systkini mitt notar hjólastól. Mér finnst ömurlegt þegar fólk sem þarf ekki aðstoð hjálpartækjanna sem þessi salerni búa yfir, er að nota þau og blokka þar með aðgengi þeirra sem þurfa.“

Birgitta Líf brást við því með að benda viðkomandi á að hún hafi ekki hindrað neinn í að ganga örna sinna. „Þetta var tekið þegar spa-ið var lokað og því ekki verið að hindra aðgengi nokkurs. Takk samt fyrir ábendinguna.“

Fylgjandinn var ekki af baki dottin og benti Birgittu Líf á að hún myndbirting sem þessi sendi röng skilaboð.  „Já mjög sjálfsagt að benda á treysti því allavega að þú hafir í huga í framtíðinni að svona myndbirtingar geti ýtt undir normalíseringu á að fólk sem þarf ekki að nota þessi salerni noti þau og hindri raunverulega notendur, þó þú hafir ekki verið að því þarna.“

Á meðan kraumaði reiðin á Twitter og gerir enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni