Saga Rappsins eru nýir þættir á Rás 2 þar sem Úlfur Kolka fer yfir sögu hip hop tónlistar frá árinu 1973 til dagsins í dag og skoðar sérstaklega hvernig hinir ýmsu stílar stefnunnar hafa þróast.
Þættirnir, sem verða alls 15 talsins, eru á dagskrá á laugardögum kl. 18:10, beint á eftir kvöldfréttum.
Í næsta þætti fer Úlfur yfir sögu plötuútgáfunnar Def Jam Recordings, sem upphaflega byrjaði í heimavistarherbergi sem lítil útgáfa sem gaf út pönk tónlist og endaði sem 300 milljón dollara hip hop stórveldi.