fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fókus

Útilokuð eftir að gamlar færslur litu aftur dagsins ljós – „Mér líður eins og algjörum kúk“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Chrissy Teigen kveðst vera þunglynd og vansæl eftir að hafa stigið út úr sviðsljósinu í kjölfar þess að gamlar færslur hennar á samfélagsmiðlum voru rifjaðar upp.

Gamlar færslur hennar á Twitter frá árunum 2011-2013 voru dregnar aftur fram í dagsljósið en í þeim gerist Chrissy sek um netníð.

Meðal annars færsla þar sem hún kallar leikkonuna Wallis, sem var níu ára tilnefnd til Óskarsverðlaunanna frægu, hrokafulla og í annari færslu kallar hún unglinginn Farrah Abraham úr þáttunum Teen Mom hóru.

Hún sagði einnig um leikkonuna Lindsey Lohan „Lindsey bætir við nokkrum skurðum á úlnliðinn þegar hún sér Emmu Stone

Í enn annari færslu hvatti hún sextán ára stúlku til að fremja sjálfsmorð.

Chrissy hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum færslum og segist skammast sín mikið fyrir hegðun hennar á þeim tíma sem færslurnar birtust. Í kjölfarið hefur hún dregið sig út úr sviðsljósinu og samfélagsmiðlum, þar til í gær þegar hún deildi færslu á Instagram.

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa hérna. Það er svo skrítið að láta sem ekkert hafi gerst hér á netinu þegar mér líður eins og algjörum kúk í raunheimum. Það er ömurlegt að fara út úr húsi og mér líður ekki vel með það, en að hanga heima fær þunglynda huga minn til að hugsa of mikið,“ skrifar Chrissy í færslunni.

„Ég veit að hvernig sem ég tekst á við þessa stöðu þá er það aldrei rétta svarið. Mér finnst ég týnd og ég þarf að finna minn stað aftur, ég verð að koma mér út úr þessu. Ég er ekki vön því að gera annað. Útilokunarmenningin er áhugaverður hlutur og ég er búin að læra mikið.“

Chrissy segir að bara fáir geti skilið hvernig það er að hafa orðið fyrir barðinu á útilokunarmenningu, ekki fyrr en þeir lendi í því sjálfir.

„Það er erfitt að tala um þetta því sama hvað þú segir þá hljómar þú eins og þú sért að vorkenna þér þegar það ert greinilega þú sem hefur gert eitthvað rangt. Þetta er bara glatað. Það er ekki hægt að gera neitt rétt í þessari stöðu.“

Chrissy segir að sama hvað hún segi þá verði það rifið í sundur af netverjum. Það sé erfitt að lenda í útilokun og vera fastur í skammarkróknum.

„Það eina sem ég veit er að ég elska ykkur, ég sakna ykkar og ég þarf bara að fá að vera hreinskilin í smástund með ykkur ég er bara komin með nóg af því að hata sjálfan mig allan daginn. Ég veit ekki einu sinni hvort það sé gagn af því að segja eitthvað því það verður bara rifið í tætlur en ég veit ekki, ég get ekki setið í þögninni lengur. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur verið útilokaður vinsamlegast látið mig vita ef það er útilokunarklúbbs-fundur því ég þarf virkilega tækifæri til að standa upp úr sófanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu