fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Lostafullir Íslendingar áhugasamir um að stinga gervilim í endaþarm karlkyns maka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. júní 2021 21:00

Atriði úr sjónvarpsþáttunum Broad City.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífstækjaverslunin Blush framkvæmir könnun vikulega á Instagram. Verslunin er með yfir 18 þúsund fylgjendur á miðlinum og svara um þrjú til fjögur þúsund manns hverri spurningu.

Oftast er hver könnun með eitthvað spurningarþema og í þessari viku sneru spurningarnar að pörum og kynlífi þeirra. Spurningarnar voru jafn mismunandi og þær voru áhugaverðar. Meðal þess sem Blush spurði fylgjendur sína var hvort pör hefðu prófað „pegging.“

Atriði úr Broad City.

„Pegging“ er þegar kona notar gervilim í endaþarm karlkyns maka.

2167 einstaklingar svöruðu spurningunni. Af þeim sögðust 176 hafa prófað og fundist það „geggjað.“

49 sögðust hafa prófað en að það væri „ekki fyrir okkur.“

1336 sögðust ekki hafa gert það en langar að prófa og 606 sögðust ekki hafa gert það og ekki hafa löngun í að prófa.

„Hugsar þú um kynlíf með öðrum en maka?“

3413 svöruðu. 39 prósent sögðu já, eða um 1330 manns. Rúmlega tvö þúsund manns neituðu.

„Finnst þér makinn þinn standa sig vel í kynlífi?“

3205 manns svöruðu og svaraði ríflega meirihluti, um tvö þúsund manns, játandi.

410 manns sögðu að hann mætti „hlusta betur á þarfir mínar.“

Rúmlega hundrað manns sögðu að makinn væri ekki að standa sig vel.

„Stundum geggjað stundum bleh,“ sögðu um 656 manns.

„Finnst þér ÞÚ standa þig vel sem maki?“

Af þeim 3221 sem svöruðu sögðu 63 prósent já en 37 prósent sögðust mega standa sig betur.

Vilja prófa eitthvað nýtt

Það virðist sem svo fólk væri til að prófa eitthvað nýtt í rúminu. Tæplega 1300 manns sögðust vilja stunda öðruvísi kynlíf en þau eru nú þegar að gera með maka. Rúmlega 1600 manns sögðust ekki vilja neitt öðruvísi.

Mynd/Getty

„Eru fleiri strákar sem „sjúga“ brjóst hjá kærustunni sinni?“

Af þeim 2604 sem svöruðu játuðu 84 prósent þeirra.

„Eru margir sem hafa fyrirgefið framhjáhald og eru ennþá með maka? Hvernig gengur?“

Rúmlega 1200 manns svöruðu spurningunni og voru fjórir svarmöguleikar sem má sjá hér að neðan.

Skjáskot/Blush.is

Blush birti svör úr fleiri spurningum sem má skoða á Instagram-síðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þolandi Stefáns úr Gagnamagninu stígur fram – „Daði vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi“

Þolandi Stefáns úr Gagnamagninu stígur fram – „Daði vissi nákvæmlega að um væri að ræða kynferðisofbeldi og andlegt ofbeldi“
Fókus
Í gær

Gaf kærastanum nýra og hann endurgalt það með framhjáhaldi

Gaf kærastanum nýra og hann endurgalt það með framhjáhaldi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellefu hlutir sem þú skalt aldrei setja upp í leggöngin

Ellefu hlutir sem þú skalt aldrei setja upp í leggöngin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elma opnar sig um erfiðustu lífsreynsluna – „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“

Elma opnar sig um erfiðustu lífsreynsluna – „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn

Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Deilir ótrúlegri sögu af hetjudáðum Óla Stef – „Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram“

Deilir ótrúlegri sögu af hetjudáðum Óla Stef – „Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“