Kynlífstækjaverslunin Blush framkvæmir könnun vikulega á Instagram. Verslunin er með yfir 18 þúsund fylgjendur á miðlinum og svara um þrjú til fjögur þúsund manns hverri spurningu.
Oftast er hver könnun með eitthvað spurningarþema og í þessari viku sneru spurningarnar að pörum og kynlífi þeirra. Spurningarnar voru jafn mismunandi og þær voru áhugaverðar. Meðal þess sem Blush spurði fylgjendur sína var hvort pör hefðu prófað „pegging.“
„Pegging“ er þegar kona notar gervilim í endaþarm karlkyns maka.
2167 einstaklingar svöruðu spurningunni. Af þeim sögðust 176 hafa prófað og fundist það „geggjað.“
49 sögðust hafa prófað en að það væri „ekki fyrir okkur.“
1336 sögðust ekki hafa gert það en langar að prófa og 606 sögðust ekki hafa gert það og ekki hafa löngun í að prófa.
3413 svöruðu. 39 prósent sögðu já, eða um 1330 manns. Rúmlega tvö þúsund manns neituðu.
3205 manns svöruðu og svaraði ríflega meirihluti, um tvö þúsund manns, játandi.
410 manns sögðu að hann mætti „hlusta betur á þarfir mínar.“
Rúmlega hundrað manns sögðu að makinn væri ekki að standa sig vel.
„Stundum geggjað stundum bleh,“ sögðu um 656 manns.
Af þeim 3221 sem svöruðu sögðu 63 prósent já en 37 prósent sögðust mega standa sig betur.
Það virðist sem svo fólk væri til að prófa eitthvað nýtt í rúminu. Tæplega 1300 manns sögðust vilja stunda öðruvísi kynlíf en þau eru nú þegar að gera með maka. Rúmlega 1600 manns sögðust ekki vilja neitt öðruvísi.
Af þeim 2604 sem svöruðu játuðu 84 prósent þeirra.
Rúmlega 1200 manns svöruðu spurningunni og voru fjórir svarmöguleikar sem má sjá hér að neðan.
Blush birti svör úr fleiri spurningum sem má skoða á Instagram-síðu þeirra.