Þátturinn Matur og heimili í umsjón Sjöfn Þórðar er á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Að þessu sinni er heimsókn á sælkeraveitingastaðinn Narfeyrarstofu sem er í reisulegu og fallegu húsi í Stykkishólmi.
Matreiðslumeistarinn Sæþór H. Þorbergsson og konan hans Steinunn Helgadóttir framkvæmda- og veitingastjóri Narfeyrarstofu eru eigendur og rekstraðailar staðarins og fögnuðu tuttugu ára afmæli staðarins í júní byrjun. Narfeyrarstofa er elsti veitingastaður Stykkishólms og má með sanni segja að staðurinn hafi elst vel. Hjónin leggja metnað sinn í að bjóða mat sem gerður er frá grunni á staðnum með áherslu á gæða hráefni úr sjó, Breiðafirðinum, og sveitunum í kring. Sjöfn Þórðar heimsækir hjónin á Narfeyrarstofu og kynnist hjónunum og sögunni bak við staðinn þeirra sem er sannkallað augnakonfekt og áherslum í matargerðinni í þættinum Matur og Heimili í kvöld.
Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar kl. 19 og 21 í kvöld.
Sjá nánari kynningu á vef Hringbrautar