fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 14. júní 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug Delta Airlines frá Los Angeles til Atlanta þurfti að lenda í Oklahoma á dögunum vegna óstýriláts farþega sem reyndi meðal annars að opna neyðarútgang flugvélarinnar.

Farþeginn er fyrrum flugþjónn og sat á fyrsta farrými þegar hann hóf að valda usla. Hann á meðal annars að hafa rétt flugfreyju miða þar sem hann sakaði manninn sem sat við hlið sér um að vera hryðjuverkamaður.

Stuttu seinna komst maðurinn í kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegum að þeir ættu að setjast niður og setja á sig súrefnisgrímur. Í myndbandi frá TMZ má sjá starfsfólk vélarinnar slást við manninn við neyðarútgang vélarinnar sem hann hafði ætlað að opna og kallar einn starfsmannanna eftir hjálp frá farþegum.

Ekki er vitað hvað maðurinn ætlaði sér að gera með því að opna hurðina en í myndböndum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá farþega halda honum niðri rétt við hurðina.

Eins og áður kom fram lenti flugvélin í Oklahoma og var maðurinn færður í hendur lögreglunnar þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro