fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 14. júní 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug Delta Airlines frá Los Angeles til Atlanta þurfti að lenda í Oklahoma á dögunum vegna óstýriláts farþega sem reyndi meðal annars að opna neyðarútgang flugvélarinnar.

Farþeginn er fyrrum flugþjónn og sat á fyrsta farrými þegar hann hóf að valda usla. Hann á meðal annars að hafa rétt flugfreyju miða þar sem hann sakaði manninn sem sat við hlið sér um að vera hryðjuverkamaður.

Stuttu seinna komst maðurinn í kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegum að þeir ættu að setjast niður og setja á sig súrefnisgrímur. Í myndbandi frá TMZ má sjá starfsfólk vélarinnar slást við manninn við neyðarútgang vélarinnar sem hann hafði ætlað að opna og kallar einn starfsmannanna eftir hjálp frá farþegum.

Ekki er vitað hvað maðurinn ætlaði sér að gera með því að opna hurðina en í myndböndum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá farþega halda honum niðri rétt við hurðina.

Eins og áður kom fram lenti flugvélin í Oklahoma og var maðurinn færður í hendur lögreglunnar þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar