fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Edda gagnrýnir Sölva harðlega – „Hann grætur mjög ýkt með tilþrifum en það koma engin tár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 10:00

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak, íþróttakona, áhrifavaldur og annar þáttastjórnanda vinsæla hlaðvarpsþáttarins Eigin Konur, tjáir sig um mál Sölva Tryggvasonar á Twitter.

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður var í gær kærður til lögreglu fyrir ofbeldi. Samkvæmt yfirlýsingu lögmannsins Kristrúnar Elsu Harðardóttur hafa tvær konur leitað til hennar með ásakanir um meint ofbeldi Sölva gegn sér.

Sjá einnig: Sölvi Tryggvason hefur verið kærður til lögreglu

Edda hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið um ofbeldi gegn konum og rétt kvenna yfir eigin líkama. Nú síðast tók hún, ásamt Fjólu Sigurðardóttur, viðtal við talsmann Stígamóta, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur. Fyrsta viðtalið sem þær tóku var við Kamillu Ívarsdóttur sem greindi frá hrottalegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu þáverandi kærasta.

Edda birti nokkrar færslur á Twitter í gær um mál Sölva og gagnrýnir viðtalið sem hann tók við sjálfan sig ásamt lögmanni sínum, Sögu Ýrr Jónsdóttur, þar sem þau ræddu sögusagnir um Sölva.

„Ég hef bara aldrei orðið vitni að jafn rætinni herferð gegn þolanda,“ segir Edda.

„Það er mikil áhersla í viðtalinu á að hann sé góður strákur og þess vegna gerir hann ekkert rangt. Hann talar um að hann sé ekki reiður við konuna og segir að hún sé ósátt við sambandsslitin. Líklega til að undirbúa að geta lýst henni seinna sem geðveikri. Þarna er hann að spila sig sem svo góðan að hann sjái það góða í öllum. Gerir samt þetta öfgafulla viðtal við sjálfan sig og ræðst á þolandann af fullum þunga,“ segir Edda og heldur áfram.

„Hann flýtir sér að birta þetta viðtal til að vera á undan frásögn þolandans og fá fólk með á sitt band sem fyrst. Hann talar mikið um afleiðingar ofbeldis eins og hann hafi stúderað þær en ekki eins og hann upplifi þær raunverulega.“

Edda segir Sölva hafa grátið „mjög ýkt með tilþrifum en það komu engin tár.“

„Á einum tímapunkti í viðtalinu kemur fram mjög mikil reiði gagnvart Mannlífi fyrir að hafa ekki tekið fréttina út en á öðrum tímapunkti í viðtalinu segist hann ekki vera reiður út í neinn. Skilvirk taktík að spila sig sem svo góðan að hann reiðist engum, svo gleymir hann sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld