fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 09:39

Mynd/Getty/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll athygli er á tilhugalífi Ben Affleck eftir að það sást til hans heima hjá Jennifer Lopez síðastliðinn föstudag.

Heimildarmaður E! News segir að stjörnurnar séu aðeins vinir. Þau voru trúlofuð árið 2002 og var parið kallað „Bennifer“ í fjölmiðlum. Þau hættu saman í janúar 2004.

Aðdáendur „Bennifer“ halda þó fast í vonina um að ástin blómstri á milli þeirra og keppast slúðurmiðlar vestanhafs um að fjalla um hin fræga föstudagshitting.

TikTok-notandinn Nivine Jay vekur athygli á samskiptum hennar og Ben í nýju myndbandi á miðlinum. Nivine lék lítið hlutverk í myndinni Neighbors og skrifaði bókina Cry Baby.

Í myndbandinu segir Nivine að hún hafi „matchað“ Ben á stefnumótaforriti ríka, fræga og fallega fólksins, Raya. Hún hélt að þetta væri gerviaðgangur og „un-matchaði“ hann. Ben greip þá til sinna ráða og sendi Nivine myndband á Instagram sem hún sýnir í myndbandinu.

„Nivine, af hverju „un-matchaðirðu“ mig? Þetta er ég!“ Sagði Ben.

@nivinejaySorry Ben 🥺🥱 ##raya ##benaffleck ##dating ##fyp♬ original sound – Amir Yass

E! News greinir frá málinu en hefur ekki tekist að staðfesta sannleiksgildi myndbandsins. Í samtali við E! segir Nivine að hún vildi Ben ekkert illt með því að birta myndbandið.

„Fullt af fólki er að kalla hann „kríp“ en mér finnst það ósanngjarnt. Ég var ekki að gera grín að honum í myndbandinu heldur mér sjálfri fyrir að halda að þetta væri gerviaðgangur. Þetta átti að vera fyndið,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“