fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Fókus

Áhrifavaldastríðin sem hafa skekið þjóðina – „Hættu að fá vorkunn fyrir hegðun þína“

Fókus
Sunnudaginn 30. maí 2021 21:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem er mikilvægt að hamra á varðandi samfélagsmiðla er að glansmyndin sem við sjáum er langt frá því að vera raunveruleikinn. Áhrifavaldar sýna okkur brot úr deginum sínum, vel valda hápunkta og við kaupum það sem þeir selja. Við myndum tengsl við þá, tölum um þá á kaffistofunni og lesum þegar þeir rata í fréttirnar.

En heimur áhrifavaldanna er ekki alltaf fagur. Sumir áhrifavaldar eru umdeildari en aðrir, sumir lenda oftar í erjum við aðra og svo taka áhrifavaldar stundum upp hanskann fyrir sitthvorn aðilann í öðru rifrildi.

Við fórum yfir stærstu áhrifavaldastríð síðustu tveggja ára.

Anna Claessen og Bryndís Líf.

Bryndís Líf og Anna Claessen

Anna Claessen, framkvæmdarstjóri Dans og Kúltúr, hjólaði í áhrifavaldinn og fyrirsætuna Bryndísi Líf í október 2019.

Bryndís Líf er mjög vinsæl á samfélagsmiðlum með yfir 26 þúsund fylgjendur. Síðastliðin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir að birta djarfar myndir af sér og féll það ekki vel í kramið hjá Önnu sem tók það að sér að gagnrýna Bryndísi í pistli á Vísi.

Anna sagði Instagram-aðgang Bryndísar helst líkjast aðgangi klámstjörnu. Bryndís svaraði fyrir sig og sagði Önnu að hafa ekki áhyggjur af því sem hún er að gera.

Allt er gott sem endar vel og bað Anna Bryndísi opinberlega afsökunar.

Ernuland og FitBySigrún

Sigrún María Hákonardóttir, betur þekkt sem FitBySigrún á samfélagsmiðlum, er áhrifavaldur, þjálfari og eigandi Kvennastyrks.

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland, er vinsæll áhrifavaldur, guðfræðingur, fyrirlesari og baráttukona fyrir jákvæðri líkamsímynd.

Í nóvember í fyrra sakaði Sigrún Ernu um að leggja í einelti. Hún sagði hana upphefja sig á kostnað annarra og að senda ljót skilaboð á aðra. „Ég lít á þetta að standa sterk á móti geranda sem hreytir fram öll sín varnarvopn. Ég verð ALDREI allra og það er allt í lagi,“ sagði hún meðal annars.

Í kjölfarið svaraði Erna fyrir sig með því að birta mynd af sér grátandi með yfirskriftinni: „Að rugga bátnum.“ Færsluna má lesa hér.

Sigrún svaraði því í Story á Instagram og sagði: „Að rugga bátnum er ekki að hrauna yfir aðra. Viðurkenndu það sem þú hefur gert og sendu fólkinu sem á það skilið afsökunarbeiðni og hættu að fá vorkunn fyrir hegðun þína. Hvernig þú hagar þér á samfélagsmiðlum gagnvart öðrum er ekki í lagi og það er ekki að taka neinn slag – það er einfaldlega einelti.“

Katrín Edda. Mynd/Instagram

Katrín Edda og Sigga Dögg

Það er rétt rúmlega mánuður síðan OnlyFans umræðan tröllreið landinu. Hart var tekist á og voru áhrifavaldarnir Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Sigga Dögg kynfræðingur þar fremstar flokki, hvor um sig öðru megin við pólinn.

Sigga Dögg kynfræiðngur.

Öll sagan er of löng til að vera sögð hér en í stuttu máli var Katrín Edda að gagnrýna íslensku einstaklingana sem selja efni sitt á OnlyFans og segja frá því í viðtölum. Og Sigga Dögg var að koma þeim til varnar og sagði fullorðið fólk mega gera það sem það vildi með samþykki sínu og annarra.

Instagram Story hjá þeim báðum var yfirtekið af þessari umræðu og má enn finna myndböndin í „highlights“ á síðum þeirra beggja. Smelltu hér fyrir Instagram-síðu Siggu Daggar og hér fyrir Instagram-síðu Katrínar Eddu.

Sjá einnig: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Skjáskot/Twitter

Sunneva Einars og Hildur Lillendahl

Sunneva Einarsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, ef ekki sá vinsælasti. Þó Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og ötul baráttukona, flokkist ekki undir hinn hefðbundna áhrifavald þá hefur hún óneitanlega áhrif og er með yfir sjö þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Twitter.

Það vakti því mikla athygli þegar Hildur tjáði sig um klæðnað Sunnevu í byrjun árs 2021. Hildur birti skjáskot úr Vikunni á Instagram, vinsælum DV-lið sem birtist alla mánudagsmorgna, og sjá mátti Instagram-mynd Sunnevu. Á myndinni er Sunneva í rúllukraga-magabol og svörtum gallabuxum. Hildi þótti klæðnaðurinn eitthvað of lítill fyrir sinn smekk og skrifaði með skjáskotinu: „Sunneva. Það er JANÚAR. Viltu klæða þig, barn.“

Hildur var gagnrýnd fyrir tístið og bentu netverjar á að þetta væri ekki beint í anda femínisma að gera lítið úr klæðaburði annarrar konu. Hildur svaraði fyrir sig og hélt því fram að þetta væri grín, á eigin kostnað.

Sjá einnig: Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Edda Falak og Birgitta Líf

Dramað sem var svo ekki drama. Þetta byrjaði allt á því að Edda Falak deildi texta á Instagram. Fylgjandi hennar hafði sent henni skilaboð og hvatt hana til að deila myndum af heimilinu sínu og fötunum hennar „frekar en að drulla yfir annað fólk og matsölustaði.“

Edda svaraði því opinberlega: „Ég mun aldrei hætta að vera hreinskilin en ef þú vilt skoða einhverja Omaggio vasa og Balenciaga peysur þá ráðlegg ég þér að hoppa yfir á Lindu Ben eða Birgittu Líf because they maybe more your type and doing pretty things.“

Birgitta Líf Björnsdóttir er landsmönnum vel kunnug. Vinsæll áhrifavaldur, erfingi World Class veldisins og nýjasti eigandi B5, eða Bankastræti Club eins og hann heitir í dag.

Birgitta Líf sló á létta strengi og gerði grín að orðum Eddu á Instagram. Edda svaraði um hæl og sagðist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Birgittu. Stríðsöxin virðist hafa verið grafin stuttu seinna.

Sjá einnig: Edda segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Birgittu – „Þetta átti ekki að koma þannig út“

Kristín Péturs. Mynd/Instagram

Edda Falak og Kristín Péturs

Það virðist sem svo að Edda hafi skotið óbeint, eða nokkuð beint eiginlega, á Kristínu Pétursdóttur, áhrifavald og leikkonu.

Þannig er mál með vexti að Edda átti í stuttu ástarsambandi með Brynjólfi Löve, áhrifavaldi og barnsföður Kristínar.

Edda deildi þessu tísti á fimmtudagskvöld: „Það var svo weird dæmi þegar áhrifavaldur og barnsmóðir fyrrverandi sagðist vera með woodoo dúkku af mér og væri að stinga í augun á mér. Bjánalega fyndið en á sama tíma svo fucked up.“

Kristín neitaði fyrir þetta í samtali við DV en vildi ekki tjá sig um málið frekar.

Sölvi Tryggvason og Reynir Bergmann.

Reynir Bergmann og Edda Falak (og femínistarnir og Sólborg Guðbrandsdóttir og netverjar á Twitter)

Reynir Bergmann virðist eiga auðvelt með að móðga mann og annan með því sem hann lætur út úr sér á samfélagsmiðlum. Reynir hefur um árabil verið vinsæll áhrifavaldur og er einn af fyrstu „snöppurunum“. Reynir er einnig annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar og auk þess er hann andlit staðarins, það má sjá hann prýða auglýsingar fyrirtækisins og er hann einnig duglegur að sýna frá veitingastaðnum á samfélagsmiðlum. En umdeildur er hann vissulega.

Sjá einnig: Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið

Nú nýlegast vakti Reynir mikla reiði fyrir ummæli sem hann lét falla um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. „RB er team fokking Sölvi Tryggva. Mellur og vændiskonur fokkið ykkur,“ sagði Reynir í Story á Instagram og gaf myndavélinni puttann. Reynir fjarlægði myndbandið stuttu seinna en áður en hann gat eytt því alveg af netinu var það komið á dreifingu um Twitter.

Þegar DV fjallaði fyrst um málið hafði myndbandið fengið 5500 áhorf, í dag hefur það fengið tæplega 27 þúsund áhorf. Reynir var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og voru margar landsþekktar konur meðal þeirra. Baráttukonan, tónlistarkonan og áhrifavaldurinn Sólborg Guðbrandsdóttir sagði Reyni einfaldlega að „éta fokking skít.“ Edda Falak, íþróttakona og áhrifavaldur, hvatti fólk til að hætta að versla hjá Vefjunni.

Sjá einnig: Reynir tjáir sig um ummælin umdeildu

Í viðtali hjá Harmageddon nokkrum dögum seinna sagðist Reynir ekki hata Eddu. „Ég hata þessa píu ekki neitt […] Hún startaði þessu bara; förum aldrei aftur á Vefjuna.“

Femínistarnir

Um hálfu ári áður en þetta fíaskó átti sér stað tókst Reyni að vekja femínista landsins til reiði, í annað skipti á því ári. Reynir fór í viðtal í hlaðvarpsþáttinn 12:00 sem nemendur Verzluanrskólans sjá um. Þar lét hann ummæli falla um femínista, nánar tiltekið rauðhærða vegan femínista, og MH-inga, sem ollu talsverðu fjaðrafoki.

Femínistafélög framhaldsskóla víðs vegar um landið gáfu út yfirlýsingar og gagnrýndu framferði Reynis harðlega.

Sjá einnig: Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

„Ég er ekki rasisti“
Fókus
Í gær

30 ára móðir handtekin fyrir að þykjast vera 13 ára dóttirin í skólanum – „Ég gerði þetta til að sanna svolítið“

30 ára móðir handtekin fyrir að þykjast vera 13 ára dóttirin í skólanum – „Ég gerði þetta til að sanna svolítið“
Fókus
Í gær

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hönnuðurinn á bak við heimsfræga sundbolinn var skelfingu lostin þegar hún sá myndina – Þetta er ástæðan

Hönnuðurinn á bak við heimsfræga sundbolinn var skelfingu lostin þegar hún sá myndina – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlar að leika Daft Punk á kirkjuorgel

Ætlar að leika Daft Punk á kirkjuorgel
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““