fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

#ÉgTrúi myndbandið komið aftur í loftið – Þessir fengu að fjúka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 12:22

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn síðastliðinn stigu þjóðþekktir Íslendingar fram í myndbandi frá hlaðvarpinu Eigin Konur og lýstu yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Myndbandið hafði yfirskriftina #ÉgTrúi og voru skilaboðin sú að þolendum ofbeldis eigi að vera trúað.

Degi seinna var myndbandið tekið niður eftir að sögur fóru að ganga um karlkyns þátttakendur í myndbandinu. Í kjölfarið stigu fram tveir karlmenn, sem komu fram í myndbandinu, og viðurkenndu að hafa farið yfir mörk kvenna. Þeir Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og rithöfundur, og Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi og bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Sjá einnig: Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Í gærkvöldi birtu Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, konurnar á bak við Eigin Konur, yfirlýsingu í Story á Instagram-síðu Eigin Kvenna. Þar kom fram að þær ætluðu að endurbirta og endurklippa mndbandið „því við viljum minna á boðskap myndbandsins. Tilgangur myndbandsins er að styðja við þolendur ofbeldis.“

Myndbandið var endurbirt fyrir hádegi og koma hvorki Pálmar né Magnús fram í því. Áslaug Arna dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd fyrir sína þátttöku í verkefninu. Hún kemur einnig fram í nýju útgáfunni. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu.

„Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði Áslaug.

Einn karlmaður bættist við, Álfgrímur Aðalsteinsson sem nýtur mikilla vinsælda á TikTok og Instagram.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“
Fókus
Í gær

„Mér þykir enn vænt um son minn – jafnvel þó hann sé barnaníðingur“

„Mér þykir enn vænt um son minn – jafnvel þó hann sé barnaníðingur“
Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar úr stjörnuprýddri útskriftarveslu Sunnevu Einars – Samstarf og spons frá mörgum fyrirtækjum

Sjáðu myndirnar úr stjörnuprýddri útskriftarveslu Sunnevu Einars – Samstarf og spons frá mörgum fyrirtækjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Steig upp í bílinn hjá hjónunum til að fá far – Losnaði ekki úr prísundinni fyrr en 7 árum síðar

Sakamál: Steig upp í bílinn hjá hjónunum til að fá far – Losnaði ekki úr prísundinni fyrr en 7 árum síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“